Með lengri frest til að bjóða í Man. Utd eftir ringulreið Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 07:32 Manchester United hefur verið í eigu bandarísku Glazer-fjölskyldunnar frá árinu 2005. EPA-EFE/JULIO MUNOZ Mennirnir tveir sem keppast um að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni fengu frest til að skila inn betrumbættum tilboðum en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út í gærkvöld. Enskir miðlar á borð við Sky Sports og The Guardian lýsa gærkvöldinu sem fullu af dramatík og ringulreið en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út klukkan 21. Fljótlega kom hins vegar í ljós að Raine Group, fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United, hefði hvorki fengið tilboð frá katarska sjeiknum Jassim né Ineos í eigu Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe. Samkvæmt BBC fóru báðir aðilar fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti, og telur BBC að atburðarásin skjóti stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með bandarísku eigendurna. The Guardian segir að reiknað sé með að nýju tilboðin verði hærri en 4,5 milljarðar punda, sem hafi verið hæsta tilboð í fyrstu umferð tilboða. Heimildir miðilsins herma hins vegar að tilboðin nái ekki því verði sem Glazer-fjölskyldan hafi séð fyrir sér, sem sé hátt í 6 milljarðar punda. Engu að síður er ljóst að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Sjeikinn Jassim og Ratcliffe eru einu aðilarnir sem hafa opinberlega greint frá fyrirætlunum sínum um að kaupa Manchester United, og fulltrúar félagsins funduðu með báðum aðilum fyrr í þessum mánuði. The Guardian segir að þriðji kosturinn sem Glazer-fjölskyldan íhugi sé að halda meirihluta í félaginu en selja hluta til bandarísks vogunarsjóðs, en ljóst er að sá kostur hugnast meirihluta stuðningsmanna félagsins illa. Ekki liggur fyrir hvenær hinn framlengdi frestur til að skila inn tilboðum rennur út. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Enskir miðlar á borð við Sky Sports og The Guardian lýsa gærkvöldinu sem fullu af dramatík og ringulreið en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út klukkan 21. Fljótlega kom hins vegar í ljós að Raine Group, fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United, hefði hvorki fengið tilboð frá katarska sjeiknum Jassim né Ineos í eigu Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe. Samkvæmt BBC fóru báðir aðilar fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti, og telur BBC að atburðarásin skjóti stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með bandarísku eigendurna. The Guardian segir að reiknað sé með að nýju tilboðin verði hærri en 4,5 milljarðar punda, sem hafi verið hæsta tilboð í fyrstu umferð tilboða. Heimildir miðilsins herma hins vegar að tilboðin nái ekki því verði sem Glazer-fjölskyldan hafi séð fyrir sér, sem sé hátt í 6 milljarðar punda. Engu að síður er ljóst að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Sjeikinn Jassim og Ratcliffe eru einu aðilarnir sem hafa opinberlega greint frá fyrirætlunum sínum um að kaupa Manchester United, og fulltrúar félagsins funduðu með báðum aðilum fyrr í þessum mánuði. The Guardian segir að þriðji kosturinn sem Glazer-fjölskyldan íhugi sé að halda meirihluta í félaginu en selja hluta til bandarísks vogunarsjóðs, en ljóst er að sá kostur hugnast meirihluta stuðningsmanna félagsins illa. Ekki liggur fyrir hvenær hinn framlengdi frestur til að skila inn tilboðum rennur út.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira