Lét allt og alla hjá Tottenham heyra það eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2023 23:30 Antonio Conte eftir leik dagsins. Andrew Matthews/Getty Images Antonio Conte var ekki skemmt eftir að lið hans, Tottenham Hotspur, missti niður tveggja marka forystu gegn Southampton, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það fengu allt og allir það óþvegið þegar hann mætti á blaðamannafund að leik loknum. Hefði Tottenham unnið Southampton í dag hefði liðið farið upp í 3. sæti með 51 stig, einu stigi meira en Manchester United. Rauðu djöflarnir hefðu samt átt tvo leiki til góða en Conte og hans menn væru þó allavega enn með fótinn á bensíngjöfinni í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Þess í stað gerði liðið jafntefli og er nú aðeins tveimur stigum á undan Newcastle United sem á einnig tvo leiki til góða. Liverpool er svo í 5. sæti með sjö stigum minna en Tottenham en einnig tvo leiki til góða. Það getur því enn allt gerst. Tottenham var með unninn leik í höndunum en liðið var 3-1 yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þó Conte hafi reynt að gera varnarskiptingar þá tókst botnliðinu samt að jafna metin og eðlilega var Ítalinn allt annað en sáttur þegar hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Gallinn er að enn og aftur sýndum við að við erum ekki lið. Ég sé eigingjarna leikmenn, ég sé leikmenn sem hjálpa ekki hvor öðrum og spila ekki af öllu hjarta.“ „Þeir spila ekki um neitt sem skiptir máli. Þeir vilja ekki spila undir pressu, þeir vilja ekki spila leiki þar sem mikið er undir. Það er auðveldara svona. Þetta er saga Tottenham: Sami eigandi í 20 ár en þeir hafa aldrei unnið neitt. Af hverju?“ Antonio Conte attacked his Tottenham players and the entire culture and direction of the football club on Saturday night. pic.twitter.com/mWWSJ1hvm1— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 18, 2023 „Við erum atvinnumenn. Félagið borgar okkur mikið af peningum, leikmennirnir fá pening, ég fæ pening. Ekki til að finna afsakanir og hafa ekki neinn anda né sýna ábyrgð. Við erum að sýna þetta núna. Að mínu mati er það ekki boðlegt. Þetta er í fyrsta sinn á ferli mínum sem ég er í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte went IN after Spurs draw (via @HaytersTV)pic.twitter.com/gMWJvVi4K5— B/R Football (@brfootball) March 18, 2023 Næsti leikur Tottenham er ekki fyrr en eftir landsleikjahlé og verður forvitnilegt að sjá hvort Conte verði enn þjálfari liðsins þegar það mætir Everton í Guttagarði þann 3. apríl næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Hefði Tottenham unnið Southampton í dag hefði liðið farið upp í 3. sæti með 51 stig, einu stigi meira en Manchester United. Rauðu djöflarnir hefðu samt átt tvo leiki til góða en Conte og hans menn væru þó allavega enn með fótinn á bensíngjöfinni í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Þess í stað gerði liðið jafntefli og er nú aðeins tveimur stigum á undan Newcastle United sem á einnig tvo leiki til góða. Liverpool er svo í 5. sæti með sjö stigum minna en Tottenham en einnig tvo leiki til góða. Það getur því enn allt gerst. Tottenham var með unninn leik í höndunum en liðið var 3-1 yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þó Conte hafi reynt að gera varnarskiptingar þá tókst botnliðinu samt að jafna metin og eðlilega var Ítalinn allt annað en sáttur þegar hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Gallinn er að enn og aftur sýndum við að við erum ekki lið. Ég sé eigingjarna leikmenn, ég sé leikmenn sem hjálpa ekki hvor öðrum og spila ekki af öllu hjarta.“ „Þeir spila ekki um neitt sem skiptir máli. Þeir vilja ekki spila undir pressu, þeir vilja ekki spila leiki þar sem mikið er undir. Það er auðveldara svona. Þetta er saga Tottenham: Sami eigandi í 20 ár en þeir hafa aldrei unnið neitt. Af hverju?“ Antonio Conte attacked his Tottenham players and the entire culture and direction of the football club on Saturday night. pic.twitter.com/mWWSJ1hvm1— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 18, 2023 „Við erum atvinnumenn. Félagið borgar okkur mikið af peningum, leikmennirnir fá pening, ég fæ pening. Ekki til að finna afsakanir og hafa ekki neinn anda né sýna ábyrgð. Við erum að sýna þetta núna. Að mínu mati er það ekki boðlegt. Þetta er í fyrsta sinn á ferli mínum sem ég er í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte went IN after Spurs draw (via @HaytersTV)pic.twitter.com/gMWJvVi4K5— B/R Football (@brfootball) March 18, 2023 Næsti leikur Tottenham er ekki fyrr en eftir landsleikjahlé og verður forvitnilegt að sjá hvort Conte verði enn þjálfari liðsins þegar það mætir Everton í Guttagarði þann 3. apríl næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira