Leikur kvöldsins var ekki spennandi framan af en Þróttur komst yfir strax á 8. mínútu með marki frá Sierra Marie Lelii. Brynja Rán Knudsen og Freyja Karín Þorvarðardóttir komu Þrótti í 3-0 áður en Elísa Lana Sigurjónsdóttir og Sara Montero mnnkuðu muninn í 3-2.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir fór hins vegar langleiðina með að tryggja sigur Þróttar og Freyja Karín skoraði svo úr vítaspyrnu undir lok leiks. Í uppbótartíma fékk Elísa Lana svo rautt spjald í liði FH.
Þróttur endar riðilinn með fullt hús stiga en FH endar í 4. sæti með þrjú stig.