Potter segir að Mount muni ekki spila með landsliðinu þó hann hafi verið valinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2023 18:01 Gareth Southgate er mikill aðdáandi Mason Mount. Eddie Keogh/Getty Images Mason Mount, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, var á dögunum valinn í enska landsliðið fyrir leiki liðsins í undankeppni EM 2024. Hann mun þó ekki spila mínútu með liðinu samkvæmt Graham Potter, þjálfara Chelsea. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er trúr sínum mönnum og valdi Mount fyrir komandi leiki gegn Ítalíu og Úkraínu þó svo að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Here we go... your #ThreeLions for March camp! — England (@England) March 16, 2023 Mount spilaði síðast í 2-0 tapi Chelsea gegn Tottenham Hotspur þann 26. febrúar. Síðan þá hefur hann verið að glíma við meiðsli í mjöðm og misst af leikjum gegn Borussia Dortmund, Leeds United og Leicester City. Mount var í stóru hlutverki fyrri hluta Þjóðardeildarinnar á síðustu leiktíð en hlutverk hans varð minna eftir því sem leið á. England tapaði þar þremur leikjum og gerði þrjú jafntefli. Á HM í Katar undir lok síðasta árs byrjaði hann fyrstu tvo leikina gegn Íran og Bandaríkjunum. Hann hvíldi gegn Wales, kom inn af bekknum gegn Senegal í 16-liða úrslitum sem og í tapinu gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum. Þó svo að Mount hafi að því virtist orðinn varamaður hjá Southgate ákvað þjálfarinn samt að velja hann þó svo að Mount, og félagar hans í Chelsea, hafi lítið sem ekkert getað á leiktíðinni. Mason Mount will not play for England despite call-up, says Graham Potter. @Matt_Law_DT#TelegraphFootball | #ChelseaFC— Telegraph Football (@TeleFootball) March 17, 2023 Graham Potter hefur nú tekið fyrir að leikmaðurinn spili þar sem hann sé einfaldlega meiddur. Hvort Southgate og læknar enska landsliðsins séu sammála því verður svo einfaldlega að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er trúr sínum mönnum og valdi Mount fyrir komandi leiki gegn Ítalíu og Úkraínu þó svo að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Here we go... your #ThreeLions for March camp! — England (@England) March 16, 2023 Mount spilaði síðast í 2-0 tapi Chelsea gegn Tottenham Hotspur þann 26. febrúar. Síðan þá hefur hann verið að glíma við meiðsli í mjöðm og misst af leikjum gegn Borussia Dortmund, Leeds United og Leicester City. Mount var í stóru hlutverki fyrri hluta Þjóðardeildarinnar á síðustu leiktíð en hlutverk hans varð minna eftir því sem leið á. England tapaði þar þremur leikjum og gerði þrjú jafntefli. Á HM í Katar undir lok síðasta árs byrjaði hann fyrstu tvo leikina gegn Íran og Bandaríkjunum. Hann hvíldi gegn Wales, kom inn af bekknum gegn Senegal í 16-liða úrslitum sem og í tapinu gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum. Þó svo að Mount hafi að því virtist orðinn varamaður hjá Southgate ákvað þjálfarinn samt að velja hann þó svo að Mount, og félagar hans í Chelsea, hafi lítið sem ekkert getað á leiktíðinni. Mason Mount will not play for England despite call-up, says Graham Potter. @Matt_Law_DT#TelegraphFootball | #ChelseaFC— Telegraph Football (@TeleFootball) March 17, 2023 Graham Potter hefur nú tekið fyrir að leikmaðurinn spili þar sem hann sé einfaldlega meiddur. Hvort Southgate og læknar enska landsliðsins séu sammála því verður svo einfaldlega að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira