Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er trúr sínum mönnum og valdi Mount fyrir komandi leiki gegn Ítalíu og Úkraínu þó svo að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli.
Here we go... your #ThreeLions for March camp!
— England (@England) March 16, 2023
Mount spilaði síðast í 2-0 tapi Chelsea gegn Tottenham Hotspur þann 26. febrúar. Síðan þá hefur hann verið að glíma við meiðsli í mjöðm og misst af leikjum gegn Borussia Dortmund, Leeds United og Leicester City.
Mount var í stóru hlutverki fyrri hluta Þjóðardeildarinnar á síðustu leiktíð en hlutverk hans varð minna eftir því sem leið á. England tapaði þar þremur leikjum og gerði þrjú jafntefli.
Á HM í Katar undir lok síðasta árs byrjaði hann fyrstu tvo leikina gegn Íran og Bandaríkjunum. Hann hvíldi gegn Wales, kom inn af bekknum gegn Senegal í 16-liða úrslitum sem og í tapinu gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum.
Þó svo að Mount hafi að því virtist orðinn varamaður hjá Southgate ákvað þjálfarinn samt að velja hann þó svo að Mount, og félagar hans í Chelsea, hafi lítið sem ekkert getað á leiktíðinni.
Mason Mount will not play for England despite call-up, says Graham Potter.
— Telegraph Football (@TeleFootball) March 17, 2023
@Matt_Law_DT#TelegraphFootball | #ChelseaFC
Graham Potter hefur nú tekið fyrir að leikmaðurinn spili þar sem hann sé einfaldlega meiddur. Hvort Southgate og læknar enska landsliðsins séu sammála því verður svo einfaldlega að koma í ljós.