Helgi Mikael Jónasson, Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs munu nefnilega dæma leik Cliftonville og Dungannon Swifts. Leikurinn fer fram á Solitude í Cliftonville 18. mars.
Heimamenn í Cliftonville eru í toppbaráttunni og í örðu sæti deildarinnar en það gengur verr hjá liði Dungannon sem er í næstneðsta sætinu.
Þetta er liður í dómaraskiptum á milli landanna, en norður írskir dómarar munu koma í sumar til landsins og dæma hér á landi.