KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 14:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og hennar stjórn fóru að mati KV ekki eftir settum reglum þegar Ægi var úthlutað sæti í Lengjudeild vegna brotthvarfs Kórdrengja. Vísir/Hulda Margrét Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. Um miðjan febrúar greindi Knattspyrnusamband Íslands frá þeirri ákvörðun stjórnar að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja, sem áttu sæti í Lengjudeildinni, ekki gilda. Stjórnin samþykkti þá jafnframt að færa lið Ægis upp í Lengjudeildina, en Þorlákshafnarbúar höfðu endað í 3. sæti í 2. deild í fyrra og þar með verið einu sæti frá því að komast upp í Lengjudeild. Þetta hafa Vesturbæingarnir í KV sett stórt spurningamerki við, en þeir enduðu í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Þeir kærðu ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, sem vísaði málinu frá. Það gerði nefndin meðal annars með þeim rökum að KV hefði ekki gert skýra kröfu um sæti í Lengjudeildinni, heldur aðeins farið fram á „réttmætan möguleika“ á sæti þar, og að beina hefði átt kærunni einnig að Ægi. „Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið“ Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir að nú sé búið að skjóta málinu aftur til aga- og úrskurðarnefndar sem væntanlega þarf að hafa hraðar hendur nú þegar óðum styttist í að Íslandsmótið hefjist. „Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá,“ segir Auðunn. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að almenna reglan sé sú að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild þegar liði sé vísað úr keppni. En ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hafi ekki verið veitt, eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal farið eftir þessari reglu: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Þess vegna telja forráðamenn KV sig hafa verið hlunnfarna þegar Ægi var boðið laust sæti: „Við erum bara að óska eftir því að farið sé rétt eftir reglugerðum og lögum um knattspyrnumót þegar kemur að því að Kórdrengjum sé vísað úr keppni og öðru liði boðið sæti. Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið,“ segir Auðunn sem gefur hins vegar lítið upp um það hvort að KV myndi þiggja sæti í Lengjudeild ef til þess kæmi, svo skömmu fyrir mót: „Nú er í forgangi að vinna þetta mál. Við erum bjartsýnir á góða niðurstöðu og við eigum rétt á sætinu. Þá værum við alla vega búnir að vinna það mál að KSÍ hafi ekki farið eftir settum reglum, sem er stóra málið í þessu.“ KV Lengjudeild karla KSÍ Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Um miðjan febrúar greindi Knattspyrnusamband Íslands frá þeirri ákvörðun stjórnar að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja, sem áttu sæti í Lengjudeildinni, ekki gilda. Stjórnin samþykkti þá jafnframt að færa lið Ægis upp í Lengjudeildina, en Þorlákshafnarbúar höfðu endað í 3. sæti í 2. deild í fyrra og þar með verið einu sæti frá því að komast upp í Lengjudeild. Þetta hafa Vesturbæingarnir í KV sett stórt spurningamerki við, en þeir enduðu í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Þeir kærðu ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, sem vísaði málinu frá. Það gerði nefndin meðal annars með þeim rökum að KV hefði ekki gert skýra kröfu um sæti í Lengjudeildinni, heldur aðeins farið fram á „réttmætan möguleika“ á sæti þar, og að beina hefði átt kærunni einnig að Ægi. „Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið“ Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir að nú sé búið að skjóta málinu aftur til aga- og úrskurðarnefndar sem væntanlega þarf að hafa hraðar hendur nú þegar óðum styttist í að Íslandsmótið hefjist. „Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá,“ segir Auðunn. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að almenna reglan sé sú að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild þegar liði sé vísað úr keppni. En ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hafi ekki verið veitt, eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal farið eftir þessari reglu: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Þess vegna telja forráðamenn KV sig hafa verið hlunnfarna þegar Ægi var boðið laust sæti: „Við erum bara að óska eftir því að farið sé rétt eftir reglugerðum og lögum um knattspyrnumót þegar kemur að því að Kórdrengjum sé vísað úr keppni og öðru liði boðið sæti. Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið,“ segir Auðunn sem gefur hins vegar lítið upp um það hvort að KV myndi þiggja sæti í Lengjudeild ef til þess kæmi, svo skömmu fyrir mót: „Nú er í forgangi að vinna þetta mál. Við erum bjartsýnir á góða niðurstöðu og við eigum rétt á sætinu. Þá værum við alla vega búnir að vinna það mál að KSÍ hafi ekki farið eftir settum reglum, sem er stóra málið í þessu.“
„Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“
KV Lengjudeild karla KSÍ Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó