Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 10:21 Joe Biden Bandaríkjaforseti, Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands og Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu kynntu samkomulagið í San Diego í gær. AP/Leon Neal Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. Samkomulaginu er ekki síst ætlað að vera svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja. Samkomulagið felur meðal annars í sér kaup Ástrala á þremur bandarískum kjarnorkuknúnum kafbátum en í framhaldinu smíða nýjan kafbát, nefndan AUKUS, í samstarfi við Bandaríkin og Bretland. Hugmyndin er að byggja upp flota sem er þess megnugur að mæta Kínverjum á Suður-Kínahafi og víðar. New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins að einnig sé um að ræða fælingaraðgerðir gagnvart Norður-Kóreu og Rússlandi. Guardian segir marga sérfræðinga uggandi vegna samkomulagsins en þetta mun vera í fyrsta sinn sem undanþáguákvæði í samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968 er virkjað og ríki sem á kjarnorkuvopn flytur kjarnorkueldsneyti og -tækni út til ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn. Áhyggjur eru uppi um að um sé að ræða vont fordæmi en umrætt ákvæði kveður á um undanþágu frá eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar með kjarnorkueldsneyti. Aðrir gætu þannig ákveðið að grípa til ákvæðisins til að koma auðguðu úrani eða öðrum hættulegum efnum undan eftirliti. Kínverjar hafa þegar sakað Bandaríkjamenn og Breta um að brjóta gegn augljósum markmiðum og tilgangi samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir segja AUKUS-samkomulagið ógna samningnum, grafa undan alþjóðlegum samþykktum, hvetja til vopnakapphlaups og koma niður á friði og stöðugleika. Samkomulagið nýtur stuðnings Japana. Full leaders remarks on AUKUS: https://t.co/zgQ7iEDxQ4— U.S. Embassy Australia (@USEmbAustralia) March 13, 2023 Gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir Ástrali Ríkin sem standa að AUKUS-samkomulaginu hafa átt í viðræðum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og ræddu meðal annars að beita ekki undanþáguákvæðinu. Stofnunin var hins vegar ekki reiðubúin til að slá af eftirlitskröfum sínum með því meðal annars að láta vita af eftirlitsheimsóknum fyrir fram og ríkin voru ekki reiðubúin til að heimila eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kafbátana. Ástralir hafa samþykkt að byggja ekki þjálfunarkjarnaofn og munu stunda æfingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá munu þeir ekki eiga við kjarnorkueldsneytið frá Bandaríkjunum og Bretlandi með neinum hætti og heita því að eignast ekki búnað til að breyta notuðu eldsneyti í vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið lengur neðansjávar og ferðast lengra en hefðbundnir kafbátar. Ástralir eiga sem stendur sex dísilknúna kafbáta, sem eru að verða úreltir. AUKUS-samkomulagið felur einnig í sér fyrirætlanir um nánara samstarf á sviði stafræns hernaðar, skammtatölva og gervigreindar. Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í gær að fjárhagslegar skuldbindingar þeirra vegna kafbátanna myndu nema á bilinu 178 til 245 milljarða dollara. Frakkar eru lítt hrifnir en samkomulagið varð til þess að Ástralir hættu við 66 milljarða dollara kafbátasamning við Frakka. Bandaríkin Bretland Ástralía Hernaður Kjarnorka Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Samkomulaginu er ekki síst ætlað að vera svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja. Samkomulagið felur meðal annars í sér kaup Ástrala á þremur bandarískum kjarnorkuknúnum kafbátum en í framhaldinu smíða nýjan kafbát, nefndan AUKUS, í samstarfi við Bandaríkin og Bretland. Hugmyndin er að byggja upp flota sem er þess megnugur að mæta Kínverjum á Suður-Kínahafi og víðar. New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins að einnig sé um að ræða fælingaraðgerðir gagnvart Norður-Kóreu og Rússlandi. Guardian segir marga sérfræðinga uggandi vegna samkomulagsins en þetta mun vera í fyrsta sinn sem undanþáguákvæði í samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968 er virkjað og ríki sem á kjarnorkuvopn flytur kjarnorkueldsneyti og -tækni út til ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn. Áhyggjur eru uppi um að um sé að ræða vont fordæmi en umrætt ákvæði kveður á um undanþágu frá eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar með kjarnorkueldsneyti. Aðrir gætu þannig ákveðið að grípa til ákvæðisins til að koma auðguðu úrani eða öðrum hættulegum efnum undan eftirliti. Kínverjar hafa þegar sakað Bandaríkjamenn og Breta um að brjóta gegn augljósum markmiðum og tilgangi samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir segja AUKUS-samkomulagið ógna samningnum, grafa undan alþjóðlegum samþykktum, hvetja til vopnakapphlaups og koma niður á friði og stöðugleika. Samkomulagið nýtur stuðnings Japana. Full leaders remarks on AUKUS: https://t.co/zgQ7iEDxQ4— U.S. Embassy Australia (@USEmbAustralia) March 13, 2023 Gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir Ástrali Ríkin sem standa að AUKUS-samkomulaginu hafa átt í viðræðum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og ræddu meðal annars að beita ekki undanþáguákvæðinu. Stofnunin var hins vegar ekki reiðubúin til að slá af eftirlitskröfum sínum með því meðal annars að láta vita af eftirlitsheimsóknum fyrir fram og ríkin voru ekki reiðubúin til að heimila eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kafbátana. Ástralir hafa samþykkt að byggja ekki þjálfunarkjarnaofn og munu stunda æfingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá munu þeir ekki eiga við kjarnorkueldsneytið frá Bandaríkjunum og Bretlandi með neinum hætti og heita því að eignast ekki búnað til að breyta notuðu eldsneyti í vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið lengur neðansjávar og ferðast lengra en hefðbundnir kafbátar. Ástralir eiga sem stendur sex dísilknúna kafbáta, sem eru að verða úreltir. AUKUS-samkomulagið felur einnig í sér fyrirætlanir um nánara samstarf á sviði stafræns hernaðar, skammtatölva og gervigreindar. Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í gær að fjárhagslegar skuldbindingar þeirra vegna kafbátanna myndu nema á bilinu 178 til 245 milljarða dollara. Frakkar eru lítt hrifnir en samkomulagið varð til þess að Ástralir hættu við 66 milljarða dollara kafbátasamning við Frakka.
Bandaríkin Bretland Ástralía Hernaður Kjarnorka Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira