Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 10:21 Joe Biden Bandaríkjaforseti, Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands og Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu kynntu samkomulagið í San Diego í gær. AP/Leon Neal Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. Samkomulaginu er ekki síst ætlað að vera svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja. Samkomulagið felur meðal annars í sér kaup Ástrala á þremur bandarískum kjarnorkuknúnum kafbátum en í framhaldinu smíða nýjan kafbát, nefndan AUKUS, í samstarfi við Bandaríkin og Bretland. Hugmyndin er að byggja upp flota sem er þess megnugur að mæta Kínverjum á Suður-Kínahafi og víðar. New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins að einnig sé um að ræða fælingaraðgerðir gagnvart Norður-Kóreu og Rússlandi. Guardian segir marga sérfræðinga uggandi vegna samkomulagsins en þetta mun vera í fyrsta sinn sem undanþáguákvæði í samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968 er virkjað og ríki sem á kjarnorkuvopn flytur kjarnorkueldsneyti og -tækni út til ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn. Áhyggjur eru uppi um að um sé að ræða vont fordæmi en umrætt ákvæði kveður á um undanþágu frá eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar með kjarnorkueldsneyti. Aðrir gætu þannig ákveðið að grípa til ákvæðisins til að koma auðguðu úrani eða öðrum hættulegum efnum undan eftirliti. Kínverjar hafa þegar sakað Bandaríkjamenn og Breta um að brjóta gegn augljósum markmiðum og tilgangi samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir segja AUKUS-samkomulagið ógna samningnum, grafa undan alþjóðlegum samþykktum, hvetja til vopnakapphlaups og koma niður á friði og stöðugleika. Samkomulagið nýtur stuðnings Japana. Full leaders remarks on AUKUS: https://t.co/zgQ7iEDxQ4— U.S. Embassy Australia (@USEmbAustralia) March 13, 2023 Gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir Ástrali Ríkin sem standa að AUKUS-samkomulaginu hafa átt í viðræðum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og ræddu meðal annars að beita ekki undanþáguákvæðinu. Stofnunin var hins vegar ekki reiðubúin til að slá af eftirlitskröfum sínum með því meðal annars að láta vita af eftirlitsheimsóknum fyrir fram og ríkin voru ekki reiðubúin til að heimila eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kafbátana. Ástralir hafa samþykkt að byggja ekki þjálfunarkjarnaofn og munu stunda æfingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá munu þeir ekki eiga við kjarnorkueldsneytið frá Bandaríkjunum og Bretlandi með neinum hætti og heita því að eignast ekki búnað til að breyta notuðu eldsneyti í vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið lengur neðansjávar og ferðast lengra en hefðbundnir kafbátar. Ástralir eiga sem stendur sex dísilknúna kafbáta, sem eru að verða úreltir. AUKUS-samkomulagið felur einnig í sér fyrirætlanir um nánara samstarf á sviði stafræns hernaðar, skammtatölva og gervigreindar. Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í gær að fjárhagslegar skuldbindingar þeirra vegna kafbátanna myndu nema á bilinu 178 til 245 milljarða dollara. Frakkar eru lítt hrifnir en samkomulagið varð til þess að Ástralir hættu við 66 milljarða dollara kafbátasamning við Frakka. Bandaríkin Bretland Ástralía Hernaður Kjarnorka Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Samkomulaginu er ekki síst ætlað að vera svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja. Samkomulagið felur meðal annars í sér kaup Ástrala á þremur bandarískum kjarnorkuknúnum kafbátum en í framhaldinu smíða nýjan kafbát, nefndan AUKUS, í samstarfi við Bandaríkin og Bretland. Hugmyndin er að byggja upp flota sem er þess megnugur að mæta Kínverjum á Suður-Kínahafi og víðar. New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins að einnig sé um að ræða fælingaraðgerðir gagnvart Norður-Kóreu og Rússlandi. Guardian segir marga sérfræðinga uggandi vegna samkomulagsins en þetta mun vera í fyrsta sinn sem undanþáguákvæði í samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968 er virkjað og ríki sem á kjarnorkuvopn flytur kjarnorkueldsneyti og -tækni út til ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn. Áhyggjur eru uppi um að um sé að ræða vont fordæmi en umrætt ákvæði kveður á um undanþágu frá eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar með kjarnorkueldsneyti. Aðrir gætu þannig ákveðið að grípa til ákvæðisins til að koma auðguðu úrani eða öðrum hættulegum efnum undan eftirliti. Kínverjar hafa þegar sakað Bandaríkjamenn og Breta um að brjóta gegn augljósum markmiðum og tilgangi samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir segja AUKUS-samkomulagið ógna samningnum, grafa undan alþjóðlegum samþykktum, hvetja til vopnakapphlaups og koma niður á friði og stöðugleika. Samkomulagið nýtur stuðnings Japana. Full leaders remarks on AUKUS: https://t.co/zgQ7iEDxQ4— U.S. Embassy Australia (@USEmbAustralia) March 13, 2023 Gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir Ástrali Ríkin sem standa að AUKUS-samkomulaginu hafa átt í viðræðum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og ræddu meðal annars að beita ekki undanþáguákvæðinu. Stofnunin var hins vegar ekki reiðubúin til að slá af eftirlitskröfum sínum með því meðal annars að láta vita af eftirlitsheimsóknum fyrir fram og ríkin voru ekki reiðubúin til að heimila eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kafbátana. Ástralir hafa samþykkt að byggja ekki þjálfunarkjarnaofn og munu stunda æfingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá munu þeir ekki eiga við kjarnorkueldsneytið frá Bandaríkjunum og Bretlandi með neinum hætti og heita því að eignast ekki búnað til að breyta notuðu eldsneyti í vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið lengur neðansjávar og ferðast lengra en hefðbundnir kafbátar. Ástralir eiga sem stendur sex dísilknúna kafbáta, sem eru að verða úreltir. AUKUS-samkomulagið felur einnig í sér fyrirætlanir um nánara samstarf á sviði stafræns hernaðar, skammtatölva og gervigreindar. Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í gær að fjárhagslegar skuldbindingar þeirra vegna kafbátanna myndu nema á bilinu 178 til 245 milljarða dollara. Frakkar eru lítt hrifnir en samkomulagið varð til þess að Ástralir hættu við 66 milljarða dollara kafbátasamning við Frakka.
Bandaríkin Bretland Ástralía Hernaður Kjarnorka Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira