Enski boltinn

Brotist inn í hús Mohamed Salah

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah þarf líklegast að bæta öryggisgæsluna í kringum húsið sitt í Egyptalandi.
Mohamed Salah þarf líklegast að bæta öryggisgæsluna í kringum húsið sitt í Egyptalandi. Getty/Michael Regan

Mohamed Salah átti ekki góða helgi með Liverpool liðinu þar sem hann brenndi illilega af vítaspyrnu í tapleik á móti Bournemouth. Hún varð ekki betri eftir að hann fékk fréttir að heiman.

Brotist var inn í lúxusvillu Salah í Egyptalandi um helgina líklega á svipuðum tíma og kappinn var upptekinn að spila með Liverpool liðinu.

Eygypska lögreglan sagði blaðamanni Associated Press frá því að þjófarnir hafi þó aðeins stolið móttökutækjum fyrir kapalsjónvarp.

Húsið hans Salah er í Tagamoa um það vil 50 kílómetrum austur af höfuðborginni Kaíró.

Þjófarnir ætluðu reyndar líka að taka gaskút með sér en hann reyndist vera of þungur fyrir þá til að bera.

Lögreglumennirnir veittu þessar upplýsingar í nafnleysi en þeir máttu ekki ræða við fjölmiðla.

Lögreglan var kölluð á svæðið eftir að ættingi Salah tók eftir því að gluggi var opinn á laugardagskvöldinu.

Rannsókn er í gangi og enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Salah er auðvitað í guðatölu í Egyptalandi og þessar fréttir fara örugglega ekki vel í flesta landa hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×