Erlent

Tæp­lega hundrað látnir eftir felli­byl í Malaví

Bjarki Sigurðsson skrifar
Karlmaður stendur fyrir utan heimili sitt í Blantyre.
Karlmaður stendur fyrir utan heimili sitt í Blantyre. AP/Thoko Chikondi

Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn.

Bylurinn hafði hvað mest áhrif í viðskiptahöfuðborg Malaví, Blantyre, þar sem 85 létu lífið. Hinir fjórtán koma úr sex öðrum þorpum og sýslum. 

Lazarus Chakwera, forseti Malaví, segir ríkisstjórn landsins hafa sent út viðbragðsaðila til suðurhluta landsins og að fjölskyldur fórnarlambanna fái aðstoð. 

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir en Freddy hefur einnig gengið yfir nágrannaríki Malaví, Mósambík og Madagaskar. Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið þar.  



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×