City setur pressu á Arsenal eftir torsóttan útisigur í London

Erling Braut Haaland fagnar hér marki sínu í dag.
Erling Braut Haaland fagnar hér marki sínu í dag. Vísir/Getty

Manchester City setti pressu á Arsenal í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 útisigri á Crystal Palace í kvöld.

Fyrir leikinn í dag var City fimm stigum á eftir Arsenal sem á leik á morgun gegn Fulham.

Fyrri hálfleikur í dag var nokkuð jafn. Crystal Palace tókst aðeins að pirra Englandsmeistarana en Erling Haaland hefði þó átt að koma gestunum yfir þegar hann klúðraði dauðafæri. Staðan í hálfleik 0-0.

Í síðari hálfleik hélt City áfram að leiða leikin. Julian Alvarez átti skot yfir skömmu eftir að hann kom inn af bekknum en á 76. mínútu fékk Manchester City vítaspyrnu þegar Michael Olise tók Jack Grealish niður í teignum.

Erling Haaland steig á punktinn og sendi Guaita markvörð í vitlaust horn. Staðan orðin 1-0.

Á lokamínútunum reyndi Crystal Palace hvað það gat til að setja pressu á leikmenn City sem gerðu þó vel í að verjast. Heimamönnum tókst ekki að skora og Manchester City fagnaði mikilvægum sigri.

City er nú aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal sem á leikinn gegn Fulham á morgun til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira