Dreymdi um Ísland og mun spila fyrir Blika Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2023 15:30 Toni Pressley kvaddi Orlando í vetur eftir sjö ára dvöl og hefur heillast af Íslandi eftir að hafa skoðað landið með landsliðskonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og fleirum. Getty/Instagram@tonideion Breiðablik hefur fengið til sín miðvörð með afar sannfærandi ferilskrá því hin 33 ára gamla Toni Pressley hefur fengið félagaskipti til félagsins. Samningur hennar gildir út leiktíðina 2023. Toni Pressley til Breiðabliks frá Orlando Pride Þessi öflugi örfætti miðvörður á 81 leik að baki með Orlandi Pride í Bandaríkjunum. Toni er fædd árið 1990 og gerir samning við Breiðablik út tímabilið 2023 pic.twitter.com/2BSyIPpfSn— Breiðablik FC (@BreidablikFC) March 10, 2023 Pressley hefur spilað með Orlando Pride í efstu deild Bandaríkjanna mörg undanfarin ár og verið þar liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Dreymir enn um þennan stað,“ skrifaði Pressley fyrr á þessu ári með stuttu myndbandi á Instagram frá ferðalagi sínu um Ísland þar sem meðal annars má sjá Gunnhildi og eiginkonu hennar, Erin McLeod, taka á móti henni á Keflavíkurflugvelli. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Nú er Pressley svo búin að fá félagaskipti í íslenskt félag en þó ekki Stjörnuna eins og þær Gunnhildur og McLeod, heldur til Breiðabliks. Ætla má að um afar góðan liðsstyrk sé að ræða fyrir Blika en Pressley lék 17 deildarleiki fyrir Orlando Pride á síðustu leiktíð, í einni albestu landsdeild heims, og skoraði eitt mark. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Athygli vakti þegar Pressley trúlofaðist Mörtu, þáverandi samherja sínum hjá Orlando Pride og sennilega þekktustu knattspyrnukonu sögunnar, í ársbyrjun 2021 en sambandi þeirra er lokið. Karen María heim til Akureyrar Í gær var greint frá því að miðjumaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir væri farin frá Breiðabliki aftur heim til Þórs/KA, að láni. Karen María er uppalin á Akureyri og lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Þór/KA árið 2017, sama ár og liðið varð Íslandsmeistari. Hún gekk í raðir Breiðabliks haustið 2021 þegar liðið var á leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og kom við sögu í 17 deildarleikjum fyrir Blika á síðustu leiktíð, þegar liðið varð í 3. sæti Bestu deildarinnar og 2. sæti Mjólkurbikarsins. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Toni Pressley til Breiðabliks frá Orlando Pride Þessi öflugi örfætti miðvörður á 81 leik að baki með Orlandi Pride í Bandaríkjunum. Toni er fædd árið 1990 og gerir samning við Breiðablik út tímabilið 2023 pic.twitter.com/2BSyIPpfSn— Breiðablik FC (@BreidablikFC) March 10, 2023 Pressley hefur spilað með Orlando Pride í efstu deild Bandaríkjanna mörg undanfarin ár og verið þar liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Dreymir enn um þennan stað,“ skrifaði Pressley fyrr á þessu ári með stuttu myndbandi á Instagram frá ferðalagi sínu um Ísland þar sem meðal annars má sjá Gunnhildi og eiginkonu hennar, Erin McLeod, taka á móti henni á Keflavíkurflugvelli. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Nú er Pressley svo búin að fá félagaskipti í íslenskt félag en þó ekki Stjörnuna eins og þær Gunnhildur og McLeod, heldur til Breiðabliks. Ætla má að um afar góðan liðsstyrk sé að ræða fyrir Blika en Pressley lék 17 deildarleiki fyrir Orlando Pride á síðustu leiktíð, í einni albestu landsdeild heims, og skoraði eitt mark. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Athygli vakti þegar Pressley trúlofaðist Mörtu, þáverandi samherja sínum hjá Orlando Pride og sennilega þekktustu knattspyrnukonu sögunnar, í ársbyrjun 2021 en sambandi þeirra er lokið. Karen María heim til Akureyrar Í gær var greint frá því að miðjumaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir væri farin frá Breiðabliki aftur heim til Þórs/KA, að láni. Karen María er uppalin á Akureyri og lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Þór/KA árið 2017, sama ár og liðið varð Íslandsmeistari. Hún gekk í raðir Breiðabliks haustið 2021 þegar liðið var á leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og kom við sögu í 17 deildarleikjum fyrir Blika á síðustu leiktíð, þegar liðið varð í 3. sæti Bestu deildarinnar og 2. sæti Mjólkurbikarsins.
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira