Vatnið á jörðinni eldra en sólkerfið sjálft Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 13:29 Efnisskífa í kringum stjörnuna V883 Orionis. Samsetning vatnsgufu í henni bendir líkist mjög þeirri sem er í sólkerfinu okkar. ESO/L. Calçada Rannsóknir stjörnufræðinga á efnisskífu í kringum fjarlæga frumstjörnu rennir stoðum undir þá tilgátu að vatnið á jörðinni sé enn eldra en sólkerfið sjálft. Talið er að vatnið hafi orðið til í geimnum á milli stjarnanna og á endanum borist til jarðarinnar með halastjörnum. Ekki er vitað með vissu hvernig vatnið sem er undirstaða lífs á jörðinni varð fyrst til eða hvernig það barst til hennar. Stjörnufræðingar fundu nýlega það sem þeir kalla týndan hlekk í umhverfi stjörnunnar V883 Orionis. Hún er svonefnd frumstjarna, aðeins um 500 milljón ára gömul, sem er að verða til úr gas- og rykskýi nærri Sverðþokunni í Óríon í um 1.300 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Í kringum frumstjörnuna er gas- og rykskífa sem úr verður sólkerfi á endanum. Stjörnufræðingar notuðu ALMA-útvarpssjónaukann í Síle til þess að rannsaka vatngufu í skífunni. Þeir komust að því að henni svipaði mjög efnafræðilega til vatns á jörðinni og annars staðar í sólkerfinu okkar, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Til þess að rekja uppruna vatnsins könnuðu vísindamennirnir hlutfall svonefnda þungs vatns annars vegar og hefðbundins vatns hins vegar. Þungt vatn er vatnssameind sem er samsett úr tvívetni, þyngri samsætu vetnis, og tveimur súrefnisatómum. Venjulegt vatn og þungt vatn verða til við mismunandi aðstæður í efnisskífum og því er hægt að nota hlutfallið á milli þeirra til þess að rekja myndunarstað vatnsins. Rannsóknir af þessu tagi sýna til dæmis þess að hlutfall vatns og þungs vatns sé svipað í halastjörnum annars vegar og á jörðinni hins vegar. Það þykir benda til þess að vatn hafi að hluta til borist til jarðar við árekstur halastjarna. „Efnafræðileg uppbygging vatns í skífunni líkist mjög efnauppbyggingu vatns í halastjörnum í sólkerfinu okkar. Þetta rennir stoðum undir þá tilgátu að vatnið í sólkerfinu okkar hafi orðið til milljörðum ára fyrr í geimnum milli stjarnanna, áður en sólin okkar myndaðist, og erfst svo til óbreytt í halastjörnum og jörðinni,“ segir John Tobin, stjörnufræðingur við Útvarpsathuganastofnun Bandaríkjanna og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í Nature. Geimurinn Vísindi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Ekki er vitað með vissu hvernig vatnið sem er undirstaða lífs á jörðinni varð fyrst til eða hvernig það barst til hennar. Stjörnufræðingar fundu nýlega það sem þeir kalla týndan hlekk í umhverfi stjörnunnar V883 Orionis. Hún er svonefnd frumstjarna, aðeins um 500 milljón ára gömul, sem er að verða til úr gas- og rykskýi nærri Sverðþokunni í Óríon í um 1.300 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Í kringum frumstjörnuna er gas- og rykskífa sem úr verður sólkerfi á endanum. Stjörnufræðingar notuðu ALMA-útvarpssjónaukann í Síle til þess að rannsaka vatngufu í skífunni. Þeir komust að því að henni svipaði mjög efnafræðilega til vatns á jörðinni og annars staðar í sólkerfinu okkar, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Til þess að rekja uppruna vatnsins könnuðu vísindamennirnir hlutfall svonefnda þungs vatns annars vegar og hefðbundins vatns hins vegar. Þungt vatn er vatnssameind sem er samsett úr tvívetni, þyngri samsætu vetnis, og tveimur súrefnisatómum. Venjulegt vatn og þungt vatn verða til við mismunandi aðstæður í efnisskífum og því er hægt að nota hlutfallið á milli þeirra til þess að rekja myndunarstað vatnsins. Rannsóknir af þessu tagi sýna til dæmis þess að hlutfall vatns og þungs vatns sé svipað í halastjörnum annars vegar og á jörðinni hins vegar. Það þykir benda til þess að vatn hafi að hluta til borist til jarðar við árekstur halastjarna. „Efnafræðileg uppbygging vatns í skífunni líkist mjög efnauppbyggingu vatns í halastjörnum í sólkerfinu okkar. Þetta rennir stoðum undir þá tilgátu að vatnið í sólkerfinu okkar hafi orðið til milljörðum ára fyrr í geimnum milli stjarnanna, áður en sólin okkar myndaðist, og erfst svo til óbreytt í halastjörnum og jörðinni,“ segir John Tobin, stjörnufræðingur við Útvarpsathuganastofnun Bandaríkjanna og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í Nature.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira