Enski boltinn

Brent­ford blandar sér í Evrópu­bar­áttuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Alex Davidson/Getty Images

Brentford vann Fulham 3-2 í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Félögin eru bæði í harðri Evrópubaráttu.

Heimamenn í Brentford komust yfir snemma leiks eftir mikla pressu í upphafi leiks. Ethan Pinnock með markið eftir hornspyrnu. Heimamenn leiddu allt fram á 39. mínútu en þá jafnaði Manor Solomon metin. Hans fjórða mark í síðustu fjórum leikjum.

Í síðari hálfleik voru heimamenn hins vegar mun sterkari aðilinn. Ivan Toney skoraði úr vítaspyrnu á 51. mínútu og Mathias Jensen tvöfaldaði forystuna þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Það skipti því engu að Carlos Vinicius hafi minnkað muninn þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 

Leiknum lauk með 3-2 sigri Brentford sem er nú komið í bullandi Evrópubaráttu. Eftir leik kvöldsins eru lærisveinar Thomas Frank í 9. sæti með 38 stig en Fulham er í 7. sæti með 39 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×