Senda björgunarskip til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 15:05 Soyuz-geimferjunni var skotið á loft fyrir dögun í Kasakstan í morgun. AP/Ivan Timoshenko/Roscosmos Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum. Soyuz-geimferja geimfaranna þriggja byrjaði að leka kælivökva þar sem hún lá við geimstöðina í desember. Lekinn var rakinn til þess að örloftsteinn hafi gert gat á utanáliggjandi kælikassa. Sama vandamál virtist koma upp í rússneskri birgðaflutningaferju við geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Ekki var talið öruggt að senda geimfarana til jarðar með leku geimferjunni í næsta mánuði eins áætlað var. Hitinn í áhafnarklefanum yrði hættulega hár með engum kælivökva um borð. Rússneska geimstofnunin beið með að senda nýja Soyuz-ferju til geimstöðvarinnar á meðan leitað var mögulegra framleiðslugalla. Engir fundust, að sögn AP-fréttastofunnar. Hún var send á loft frá Baikonur-geimmiðstöðinni í Kasakstan fyrir dögun í morgun. Hún er væntanleg til geimstöðvarinnar á sunnudag. Á meðan nýja ferjan er ókomin er geimferja SpaceX sem liggur við geimstöðina neyðarferja Franks Rubio, bandaríska geimfarans. Rússnesku geimfararnir Sergei Prokopjev og Dmitrí Petelin þyrftu að nota skemmdu Soyuz-ferjuna. Rússneskir verkfræðingar reikna með því að hitinn í ferjunni yrði innan þolmarka með einum geimfara færri um borð. Þremenningarnir áttu upphaflega að dvelja í geimstöðinni í sex mánuði en leiðangur þeirra hefur verið framlengdur í heilt ár eða þar til ný ferja verður tilbúin til að flytja geimfarana sem eiga að taka við af þeim í september. Geimferjan sem var send á loft í dag átti að flytja þá til geimstöðvarinnar. Skemmdu geimferjunni verður stefnt til jarðar mannlausri fyrir lok mars. Birgðaflutningaferjan sem skemmdist verður látin brenna upp í lofthjúpi jarðar um helgina. Rússland Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Soyuz-geimferja geimfaranna þriggja byrjaði að leka kælivökva þar sem hún lá við geimstöðina í desember. Lekinn var rakinn til þess að örloftsteinn hafi gert gat á utanáliggjandi kælikassa. Sama vandamál virtist koma upp í rússneskri birgðaflutningaferju við geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Ekki var talið öruggt að senda geimfarana til jarðar með leku geimferjunni í næsta mánuði eins áætlað var. Hitinn í áhafnarklefanum yrði hættulega hár með engum kælivökva um borð. Rússneska geimstofnunin beið með að senda nýja Soyuz-ferju til geimstöðvarinnar á meðan leitað var mögulegra framleiðslugalla. Engir fundust, að sögn AP-fréttastofunnar. Hún var send á loft frá Baikonur-geimmiðstöðinni í Kasakstan fyrir dögun í morgun. Hún er væntanleg til geimstöðvarinnar á sunnudag. Á meðan nýja ferjan er ókomin er geimferja SpaceX sem liggur við geimstöðina neyðarferja Franks Rubio, bandaríska geimfarans. Rússnesku geimfararnir Sergei Prokopjev og Dmitrí Petelin þyrftu að nota skemmdu Soyuz-ferjuna. Rússneskir verkfræðingar reikna með því að hitinn í ferjunni yrði innan þolmarka með einum geimfara færri um borð. Þremenningarnir áttu upphaflega að dvelja í geimstöðinni í sex mánuði en leiðangur þeirra hefur verið framlengdur í heilt ár eða þar til ný ferja verður tilbúin til að flytja geimfarana sem eiga að taka við af þeim í september. Geimferjan sem var send á loft í dag átti að flytja þá til geimstöðvarinnar. Skemmdu geimferjunni verður stefnt til jarðar mannlausri fyrir lok mars. Birgðaflutningaferjan sem skemmdist verður látin brenna upp í lofthjúpi jarðar um helgina.
Rússland Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05
Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54