Sakaður um dónaskap eftir heilahristing: „Svona skrif er ekki hægt að láta liggja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 23:29 Gísli Eyjólfsson í leik með Breiðablik síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Leikni í Lengjubikarnum í gærkvöldi. Gísli var tekinn af velli eftir höfuðhöggið og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Á leið sinni út af vellinum veittist hann „með fúkyrðum og merkjasendingum“ að ljósmyndara Fótbolta.net, eins og segir í grein miðilsins um leikinn. Á myndinni sem fylgir grein Fótbolta.net um leikinn má sjá hvers konar merkjasendingar um ræðir. Eftir þessa umfjöllun sá knattspyrnudeild Breiðabliks sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Flosa Eiríkssyni, formanni deildarinnar, segir að deildinni þyki nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið þungt höfuðhögg og að þegar sjúkraþjálfari liðsins hafi komið að honum hafi hann ekki verið með sjálfum sér, talað ósamhengislaust og verið óstöðugur á fæti. Þá viðurkennir deildin að Gísli hafi sýnt ljósmyndaranum, Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, óviðeigandi framkomu og biður hana afsökunar. Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023 Man ekkert eftir atvikum „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segist knattspyrnudeild Breiðabliks fordæma skrif Fótbolta.net. Fram kemur í yfirlýsingunni að fréttaritari hafi ekki verið á leiknum. Auk þess hafi fulltrúar félagsins reynt að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust, en það hafi skilað litlum árangri. „Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fótbolta.net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.“ Leikmaðurinn eigi skrifin ekki skilið Undi lok yfirlýsingarinnar segist knattspyrnudeild Breiðabliks fagna fréttaflutningi af fótbolta, en að skrif sem þessi sé ekki hægt að láta liggja. „Við fögnum fréttaflutningi af fólbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.“ „Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu,“ segir að lokum. Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Gísli var tekinn af velli eftir höfuðhöggið og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Á leið sinni út af vellinum veittist hann „með fúkyrðum og merkjasendingum“ að ljósmyndara Fótbolta.net, eins og segir í grein miðilsins um leikinn. Á myndinni sem fylgir grein Fótbolta.net um leikinn má sjá hvers konar merkjasendingar um ræðir. Eftir þessa umfjöllun sá knattspyrnudeild Breiðabliks sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Flosa Eiríkssyni, formanni deildarinnar, segir að deildinni þyki nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið þungt höfuðhögg og að þegar sjúkraþjálfari liðsins hafi komið að honum hafi hann ekki verið með sjálfum sér, talað ósamhengislaust og verið óstöðugur á fæti. Þá viðurkennir deildin að Gísli hafi sýnt ljósmyndaranum, Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, óviðeigandi framkomu og biður hana afsökunar. Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023 Man ekkert eftir atvikum „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segist knattspyrnudeild Breiðabliks fordæma skrif Fótbolta.net. Fram kemur í yfirlýsingunni að fréttaritari hafi ekki verið á leiknum. Auk þess hafi fulltrúar félagsins reynt að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust, en það hafi skilað litlum árangri. „Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fótbolta.net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.“ Leikmaðurinn eigi skrifin ekki skilið Undi lok yfirlýsingarinnar segist knattspyrnudeild Breiðabliks fagna fréttaflutningi af fótbolta, en að skrif sem þessi sé ekki hægt að láta liggja. „Við fögnum fréttaflutningi af fólbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.“ „Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu,“ segir að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira