Sakaður um dónaskap eftir heilahristing: „Svona skrif er ekki hægt að láta liggja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 23:29 Gísli Eyjólfsson í leik með Breiðablik síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Leikni í Lengjubikarnum í gærkvöldi. Gísli var tekinn af velli eftir höfuðhöggið og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Á leið sinni út af vellinum veittist hann „með fúkyrðum og merkjasendingum“ að ljósmyndara Fótbolta.net, eins og segir í grein miðilsins um leikinn. Á myndinni sem fylgir grein Fótbolta.net um leikinn má sjá hvers konar merkjasendingar um ræðir. Eftir þessa umfjöllun sá knattspyrnudeild Breiðabliks sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Flosa Eiríkssyni, formanni deildarinnar, segir að deildinni þyki nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið þungt höfuðhögg og að þegar sjúkraþjálfari liðsins hafi komið að honum hafi hann ekki verið með sjálfum sér, talað ósamhengislaust og verið óstöðugur á fæti. Þá viðurkennir deildin að Gísli hafi sýnt ljósmyndaranum, Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, óviðeigandi framkomu og biður hana afsökunar. Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023 Man ekkert eftir atvikum „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segist knattspyrnudeild Breiðabliks fordæma skrif Fótbolta.net. Fram kemur í yfirlýsingunni að fréttaritari hafi ekki verið á leiknum. Auk þess hafi fulltrúar félagsins reynt að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust, en það hafi skilað litlum árangri. „Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fótbolta.net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.“ Leikmaðurinn eigi skrifin ekki skilið Undi lok yfirlýsingarinnar segist knattspyrnudeild Breiðabliks fagna fréttaflutningi af fótbolta, en að skrif sem þessi sé ekki hægt að láta liggja. „Við fögnum fréttaflutningi af fólbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.“ „Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu,“ segir að lokum. Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Gísli var tekinn af velli eftir höfuðhöggið og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Á leið sinni út af vellinum veittist hann „með fúkyrðum og merkjasendingum“ að ljósmyndara Fótbolta.net, eins og segir í grein miðilsins um leikinn. Á myndinni sem fylgir grein Fótbolta.net um leikinn má sjá hvers konar merkjasendingar um ræðir. Eftir þessa umfjöllun sá knattspyrnudeild Breiðabliks sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Flosa Eiríkssyni, formanni deildarinnar, segir að deildinni þyki nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið þungt höfuðhögg og að þegar sjúkraþjálfari liðsins hafi komið að honum hafi hann ekki verið með sjálfum sér, talað ósamhengislaust og verið óstöðugur á fæti. Þá viðurkennir deildin að Gísli hafi sýnt ljósmyndaranum, Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, óviðeigandi framkomu og biður hana afsökunar. Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023 Man ekkert eftir atvikum „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segist knattspyrnudeild Breiðabliks fordæma skrif Fótbolta.net. Fram kemur í yfirlýsingunni að fréttaritari hafi ekki verið á leiknum. Auk þess hafi fulltrúar félagsins reynt að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust, en það hafi skilað litlum árangri. „Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fótbolta.net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.“ Leikmaðurinn eigi skrifin ekki skilið Undi lok yfirlýsingarinnar segist knattspyrnudeild Breiðabliks fagna fréttaflutningi af fótbolta, en að skrif sem þessi sé ekki hægt að láta liggja. „Við fögnum fréttaflutningi af fólbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.“ „Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu,“ segir að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira