Erlent

Biden í ó­væntri heim­sókn til Kænu­garðs

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden og Vólódýmír Selenskí í Kænugarði í morgun.
Joe Biden og Vólódýmír Selenskí í Kænugarði í morgun. AP

Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun.

Um er að ræða fyrstu heimsókn forsetans til Úkraínu frá upphafi innrásar Rússa, en á föstudaginn verður ár liðið frá innrásinni.

Selenskí birti mynd á Telegram-síðu sinni í dag þar sem forsetarnir takast í hendur. 

„Joseph Biden, velkominn til Kænugarðs! Heimsókn þín er gríðarlega mikilvægt merki um stuðning við alla Úkraínumenn,“ segir Selenskí færslunni.

Biden segir í yfirlýsingu að hann sé mættur til Kænugarðs til að sýna fram á staðfastan stuðning Bandaríkjanna við lýðræði og fullveldi Úkraínumanna. Þá segir hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta hafa haft rangt fyrir sér þegar hann spáði því að sundrung myndi skapast á Vesturlöndum í kjölfar innrásarinnar. 

Biden er mættur til Evrópu þar sem hann mun meðal annars heimsækja Pólland og funda með Andrzej Duda Póllandsforseta.

AP

AP


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×