Erlent

Norður-Kóreu­menn skutu eld­flaug inn í loft­helgi Japana

Árni Sæberg skrifar
Frá eldflaugarskoti Norður-Kóreumanna árið 2012.
Frá eldflaugarskoti Norður-Kóreumanna árið 2012. Lee Hee-Young/Getty

Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum.

Japönsk yfirvöld hafa tilkynnt að eldflaugin hafi skollið í hafið rúmri klukkustund eftir að henni var skotið á loft, sem bendi til þess að um eina af stærri og þróaðri eldflaugum Norður-Kóreu sé að ræða. Reuters greinir frá.

Yfirvöld segja engar tilkynningar hafa borist um tjón á skipum eða flugvélum.

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur fordæmt eldflaugarskotið harðlega og sagt það ógn við alþjóðasamfélagið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×