Íslenski boltinn

Besta deildin hækkar sig um fjögur sæti á fyrsta ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar með Íslandsmeistaraskjöldinn eftir sannfærandi sigur liðsins í Bestu deildinni í fyrra.
Blikar með Íslandsmeistaraskjöldinn eftir sannfærandi sigur liðsins í Bestu deildinni í fyrra. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska úrvalsdeildin í fótbolta, betur þekkt sem Besta deildin, er komin upp í 48. sæti á nýjum styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu.

Íslenska deildin hafði dottið niður í 52. sæti á listanum undanfarin ár en hækkar sig nú um fjögur sæti.

Deildunum er raðað upp eftir stigagjöf evrópska sambandsins út frá árangri þjóðanna í Evrópukeppnum undanfarin fimm ár og þetta hefur áhrif á hversu mörg lið hver þjóð fær í Evrópukeppnunum.

Besta deildin i Evrópu er áfram enska úrvalsdeildin og sú spænska heldur líka öðru sætinu. Þýska deildin er aftur á móti komin upp fyrir þá ítölsku og upp í þriðja sætið. Í fimmta sætinu er síðan franska deildin. Hollenska deildin er í sjötta sæti og kemst upp fyrir þá portúgölsku.

Norðmenn eru mjög sáttir með að vera komnir upp í fimmtánda sæti með sína deild en norska deildin hefur ekki veirð hærra í tuttugu ár.

Af deildunum á Norðurlöndum þá er danska deildin í sautjánda sæti, svænska er í 22. sæti og sú finnska er í 36 sæti.

Færeyingar eru enn fimm sætum fyrir ofan þá íslensku eða í 43. sæti. Betri deildin fór upp um eitt ár á milli ár.

Íslenska deildin var í 46. sæti 2020 og í 52. sæti 2021. Hún var því búin vera fyrir utan topp fimmtíu tvö ár í röð.

Hér má sjá röðunina hjá UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×