Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 22:41 Karima El Mahroug, einnig þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby, (t.v.) var sautján ára þegar Berlusconi var sakaður um að hafa greitt henni fyrir kynlíf. Hún er þrítug í dag og neitar því að hafa átt vingott við forsætisráðherrann aldna. AP/Claudio Furlan Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. Heimsathygli vakti þegar Berlusconi, sem þá var forsætisráðherra, var ákærður fyrir greiða stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf árið 2010. Á sama tíma lærði heimsbyggðin um tilvist svonefndra „bunga bunga“-veislna sem Berlusconi hélt á íburðarmiklu setri sínu í Mílanó þangað sem hann bauð hópum ungra stúlkna. Þær hafa margar lýst kynferðislegum athöfnum sem fóru fram í slíkum veislum. Berlusconi var sýknaður af því að hafa greitt Karimu el Mahrough, sem varð þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby í ítölskum fjölmiðlum, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára. Þau harðneituðu bæði að hafa stundað kynlíf saman. Málið sem dómur var kveðinn upp úr á miðvikudag snerist um hvort að Berlusconi hefði greitt vitnum til að hafa áhrif á framburð þeirra í fyrri réttarhöldum vegna kynlífsveislnanna. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóm yfir honum. Tuttugu og átta manns til viðbótar, þar á meðal Mahrough, voru einnig sýknaðir í málinu. Berlusconi, sem nú er 86 ára gamall, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sagði hann niðurstöðuna binda enda á „áralanga þjáningu, aur og ómælanlegt pólitískt tjón“. Hann hefur í gegnum tíðina sakað saksóknarana um pólítísk hefndarverk gegn sér. AP-fréttastofan segir líklegt að með dómnum í vikunni sé saksókn gegn Berlusconi vegna hneykslisins endanlega lokið. Berlusconi er enn leiðtogi stjórnmálaflokksins Áfram Ítalía sem á sæti í samsteypustjórn hægriflokka. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fagnaði lyktum málsins gegn Berlusconi sem hún sagði að hefði haft mikil áhrif á stjórnmálalíf landsins.AP/Claudio Furlan Sögðu bunga bunga-veislunar fágaðar kvöldsamkomur Lögmenn forsætisráðherrans fyrrverandi lýstu bunga bunga-veislunum sem fáguðum kvöldsamkomum. Saksóknarar sögðu þær hins vegar hafa einkennst af kynsvalli þar sem konum var greitt til að mæta og umgangast Berlusconi og aldraða vini hans. Vitni hafa lýst því hvernig ungar stúlkur dönsuðu nektardans fyrir ráðherrann. Hneykslismálið heltók Ítalíu fyrst þegar Mahrough, sem starfaði sem dansari í næturklúbbi, sagði rannsóknardómurum að hún hefði verið viðstödd bunga bunga-veislu á heimili Berlusconi árið 2010. Hún hefði ekki stundað kynlíf með honum en hann hefði þó látið hana fá þúsundir evra þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum. Skömmu síðar kom í ljós að Berlusconi hafði hringt í lögreglustjóra í Mílanó eftir að Mahrough var handtekin fyrir að stela verðmætu armbandi. Laug hann því að Mahrough væri barnabarn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands og hvatti lögreglustjórann til þess að sleppa henni. Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41 Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Heimsathygli vakti þegar Berlusconi, sem þá var forsætisráðherra, var ákærður fyrir greiða stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf árið 2010. Á sama tíma lærði heimsbyggðin um tilvist svonefndra „bunga bunga“-veislna sem Berlusconi hélt á íburðarmiklu setri sínu í Mílanó þangað sem hann bauð hópum ungra stúlkna. Þær hafa margar lýst kynferðislegum athöfnum sem fóru fram í slíkum veislum. Berlusconi var sýknaður af því að hafa greitt Karimu el Mahrough, sem varð þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby í ítölskum fjölmiðlum, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára. Þau harðneituðu bæði að hafa stundað kynlíf saman. Málið sem dómur var kveðinn upp úr á miðvikudag snerist um hvort að Berlusconi hefði greitt vitnum til að hafa áhrif á framburð þeirra í fyrri réttarhöldum vegna kynlífsveislnanna. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóm yfir honum. Tuttugu og átta manns til viðbótar, þar á meðal Mahrough, voru einnig sýknaðir í málinu. Berlusconi, sem nú er 86 ára gamall, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sagði hann niðurstöðuna binda enda á „áralanga þjáningu, aur og ómælanlegt pólitískt tjón“. Hann hefur í gegnum tíðina sakað saksóknarana um pólítísk hefndarverk gegn sér. AP-fréttastofan segir líklegt að með dómnum í vikunni sé saksókn gegn Berlusconi vegna hneykslisins endanlega lokið. Berlusconi er enn leiðtogi stjórnmálaflokksins Áfram Ítalía sem á sæti í samsteypustjórn hægriflokka. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fagnaði lyktum málsins gegn Berlusconi sem hún sagði að hefði haft mikil áhrif á stjórnmálalíf landsins.AP/Claudio Furlan Sögðu bunga bunga-veislunar fágaðar kvöldsamkomur Lögmenn forsætisráðherrans fyrrverandi lýstu bunga bunga-veislunum sem fáguðum kvöldsamkomum. Saksóknarar sögðu þær hins vegar hafa einkennst af kynsvalli þar sem konum var greitt til að mæta og umgangast Berlusconi og aldraða vini hans. Vitni hafa lýst því hvernig ungar stúlkur dönsuðu nektardans fyrir ráðherrann. Hneykslismálið heltók Ítalíu fyrst þegar Mahrough, sem starfaði sem dansari í næturklúbbi, sagði rannsóknardómurum að hún hefði verið viðstödd bunga bunga-veislu á heimili Berlusconi árið 2010. Hún hefði ekki stundað kynlíf með honum en hann hefði þó látið hana fá þúsundir evra þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum. Skömmu síðar kom í ljós að Berlusconi hafði hringt í lögreglustjóra í Mílanó eftir að Mahrough var handtekin fyrir að stela verðmætu armbandi. Laug hann því að Mahrough væri barnabarn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands og hvatti lögreglustjórann til þess að sleppa henni.
Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41 Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41
Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent