Lífstíðarfangelsi yfir hvítum þjóðernissinna vegna fjöldamorðsins í Buffalo Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 00:00 Morðinginn Payton Gendron les upp stutta yfirlýsingu í dómsal þar sem hann bað fórnarlömb sín fyrirgefningar. AP/Derek Gee/The Buffalo News Ríkisdómstóll í New York dæmdi hvítan þjóðernissinna sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í borginni Buffalo í fyrra í lífstíðarfangelsi í dag. Karlmaður sem var viðstaddur dómsuppkvaðninguna reyndi að ráðast á sakborninginn. Payton Gendron, nítján ára, játaði sig sekan um morð og innlent hryðjuverk sem hafi verið knúið af hatri í nóvember. Þeim sökum fylgir lífstíðarfangelsi. Dauðarefsing er ekki við lýði í New York-ríki. AP-fréttastofan segir að Gendron hafi fellt tár yfir vitnisburði í málinu. Hann bað fórnarlömb og aðstandendur þeirra afsökunar í stuttri yfirlýsingu. Uppnám skapaðist tímabundið í dómsalnum þegar karlmaður reyndi að ráðast á Gendron. Fógetafulltrúar náðu fljótt að yfirbuga manninn og saksóknarar segja að hann verði ekki sóttur til saka fyrir athæfið. „Það getur ekki verið nein miskunn fyrir þig, enginn skilningur, ekkert annað tækifæri,“ sagði Susan Eagan, dómarinn í málinu, þegar hún kvað upp refsinguna. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti enn sóst eftir dauðarefsingu yfir Gendron ákæri það hann fyrir hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Verjandi hans segir hann tilbúinn að játa sig sekan gegn því að ákæruvaldið fari ekki fram á hann verði tekinn af lífi. Gendron viðurkenndi í yfirlýsingu sinni við uppkvaðningu refsingarinnar að hann hefði skotið fólk og myrt það fyrir þær sakir einar að það var svart á hörund. Hann er sagður hafa umturnast af hatri eftir að hafa lesið samsæriskenningar kynþáttahatara á netinu. Á meðal fórnarlamba Gendron voru djákni, öryggisvörður, amma níu barna og karlmaður sem var að kaupa afmælistertu. Fórnarlömbin tíu voru á aldrinu 32 til 86 ára. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Payton Gendron, nítján ára, játaði sig sekan um morð og innlent hryðjuverk sem hafi verið knúið af hatri í nóvember. Þeim sökum fylgir lífstíðarfangelsi. Dauðarefsing er ekki við lýði í New York-ríki. AP-fréttastofan segir að Gendron hafi fellt tár yfir vitnisburði í málinu. Hann bað fórnarlömb og aðstandendur þeirra afsökunar í stuttri yfirlýsingu. Uppnám skapaðist tímabundið í dómsalnum þegar karlmaður reyndi að ráðast á Gendron. Fógetafulltrúar náðu fljótt að yfirbuga manninn og saksóknarar segja að hann verði ekki sóttur til saka fyrir athæfið. „Það getur ekki verið nein miskunn fyrir þig, enginn skilningur, ekkert annað tækifæri,“ sagði Susan Eagan, dómarinn í málinu, þegar hún kvað upp refsinguna. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti enn sóst eftir dauðarefsingu yfir Gendron ákæri það hann fyrir hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Verjandi hans segir hann tilbúinn að játa sig sekan gegn því að ákæruvaldið fari ekki fram á hann verði tekinn af lífi. Gendron viðurkenndi í yfirlýsingu sinni við uppkvaðningu refsingarinnar að hann hefði skotið fólk og myrt það fyrir þær sakir einar að það var svart á hörund. Hann er sagður hafa umturnast af hatri eftir að hafa lesið samsæriskenningar kynþáttahatara á netinu. Á meðal fórnarlamba Gendron voru djákni, öryggisvörður, amma níu barna og karlmaður sem var að kaupa afmælistertu. Fórnarlömbin tíu voru á aldrinu 32 til 86 ára.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46