Haley fer fram gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2023 14:02 Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. EPA/CAROLINE BREHMAN Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. Haley birti myndband í morgun þar sem hún sagði frá ákvörðun sinni um að fara gegn fyrrverandi yfirmanni hennar. Fyrir tveimur árum sagðist hún ekki ætla að fara gegn Trump í kosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Nú segist hún hafa skipt um skoðun og segir þörf á kynslóðaskiptum í Repúblikanaflokknum. Trump er 76 ára gamall og Haley er 51 árs. Þeir sem lýsa yfir framboði munu svo etja kappi í forvali Repúblikanaflokksins sem halda á á milli febrúar og júní á næsta ári. Kosningarnar sjálfar fara fram í nóvember 2024. Get excited! Time for a new generation. Let s do this! pic.twitter.com/BD5k4WY1CP— Nikki Haley (@NikkiHaley) February 14, 2023 Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að margir Repúblikanar til viðbótar muni lýsa yfir forsetaframboði. Þeirra á meðal eru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Trumps og Tim Scott, öldungadeildarþingmaður. Kannanir vestanhafs gefa til kynna að Trump eigi mestan stuðning innan Repúblikanaflokksins og á eftir honum komi DeSantis. Aðrir og þar á meðal Haley, mælast með mun minna fylgi. Guardian sagði nýverið frá því að kannanir sýndu einnig fram á að ef Haly myndi bjóða sig fram, myndi hún taka fylgi af DeSantis en ekki af Trump og þar með gera sigur Trumps í forvalinu líklegri. AP segir að Trump hafi sagt frá því í síðasta mánuði að Haley hafi hringt í hann og rætt við hann um mögulegt framboð hennar. Hann mun hafa bent henni á að hún hafi heitið því að fara ekki gegn honum en að öðru leyti hafi hann ekki reynt að standa í vegi hennar. Trump sagði eðlilegt að fólk skipti um skoðanir og henni fyndist hún verða að bjóða sig fram ætti hún að gera það. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Haley birti myndband í morgun þar sem hún sagði frá ákvörðun sinni um að fara gegn fyrrverandi yfirmanni hennar. Fyrir tveimur árum sagðist hún ekki ætla að fara gegn Trump í kosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Nú segist hún hafa skipt um skoðun og segir þörf á kynslóðaskiptum í Repúblikanaflokknum. Trump er 76 ára gamall og Haley er 51 árs. Þeir sem lýsa yfir framboði munu svo etja kappi í forvali Repúblikanaflokksins sem halda á á milli febrúar og júní á næsta ári. Kosningarnar sjálfar fara fram í nóvember 2024. Get excited! Time for a new generation. Let s do this! pic.twitter.com/BD5k4WY1CP— Nikki Haley (@NikkiHaley) February 14, 2023 Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að margir Repúblikanar til viðbótar muni lýsa yfir forsetaframboði. Þeirra á meðal eru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Trumps og Tim Scott, öldungadeildarþingmaður. Kannanir vestanhafs gefa til kynna að Trump eigi mestan stuðning innan Repúblikanaflokksins og á eftir honum komi DeSantis. Aðrir og þar á meðal Haley, mælast með mun minna fylgi. Guardian sagði nýverið frá því að kannanir sýndu einnig fram á að ef Haly myndi bjóða sig fram, myndi hún taka fylgi af DeSantis en ekki af Trump og þar með gera sigur Trumps í forvalinu líklegri. AP segir að Trump hafi sagt frá því í síðasta mánuði að Haley hafi hringt í hann og rætt við hann um mögulegt framboð hennar. Hann mun hafa bent henni á að hún hafi heitið því að fara ekki gegn honum en að öðru leyti hafi hann ekki reynt að standa í vegi hennar. Trump sagði eðlilegt að fólk skipti um skoðanir og henni fyndist hún verða að bjóða sig fram ætti hún að gera það.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira