Erlent

Keyrði á gangandi vegfarendur í New York

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglu tókst að stöðva för bílstjórans með því að keyra í veg fyrir bílinn.
Lögreglu tókst að stöðva för bílstjórans með því að keyra í veg fyrir bílinn. AP/John Minchillo

Karlmaður var í dag handtekinn í New York eftir að hafa keyrt á gangandi vegfarendur á sendiferðabíl. Að minnsta kosti tveir liggja þungt haldnir á spítala eftir atvikið.

Að minnsta kosti átta slösuðust í New York-borg í Bandaríkjunum í dag eftir að keyrt var á þau. Tveir eru sagðir vera alvarlega slasaðir.

Maðurinn keyrði sendiferðabílinn í gegnum Bay Ridge-hverfið í New York og á fólk á gangstéttinni. Hann var á leið frá Brooklyn til Manhattan þegar lögreglu tókst að stöðva för hans. 

Ekki er vitað hvort árásin tengist hryðjuverkum en fréttaveitan AP hefur eftir talsmanni borgarstjórans í New York að engin frekar hætta sé yfirvofandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×