Enski boltinn

Dómarar viðurkenna mistök sem bitnuðu á Arsenal og Brighton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arsenal FC v Brentford FC - Premier League
vísir/Getty

Enska dómarasambandið hefur beðist afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Annars vegar hefur Brighton fengið afsökunarbeiðni á því að mark Pervis Estupinan skuli hafa verið dæmt af en rangstöðulínurnar voru lagðar rangt í VAR og því var löglegt mark tekið af Brighton í leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli.

Hins vegar lenti topplið Arsenal í því að Lee Mason, sem var aðalmaðurinn í VAR herberginu í leik Arsenal og Brentford, gerði sig sekan um alvarleg mistök þegar hann leyfði marki Brentford að standa þrátt fyrir að Christian Nörgaard, leikmaður Brentford, hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins.

Leik Arsenal og Brentford lauk með 1-1 jafntefli.

Óhætt er að segja að enska úrvalsdeildin hafi lent í töluverðum vandræðum við að innleiða VAR myndbandadómgæsluna samanborið við flestar aðrar stórar deildir í Evrópu.


Tengdar fréttir

Vondur VAR-dagur í gær: Tvenn mistök sem kostuðu stig

VAR-dómarar gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni áttu ekki góðan dag því tvenn mistök voru gerð sem kostuðu lið stig. Þá eru margir á því að Chelsea hefði átt að fá vítaspyrnu í leik sínum gegn West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×