Vondur VAR-dagur í gær: Tvenn mistök sem kostuðu stig Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 10:30 Mikel Arteta þjálfari Arsenal ræðir við dómarana eftir leikinn í gær. Vísir/Getty VAR-dómarar gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni áttu ekki góðan dag því tvenn mistök voru gerð sem kostuðu lið stig. Þá eru margir á því að Chelsea hefði átt að fá vítaspyrnu í leik sínum gegn West Ham. Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni hefur oftar en ekki skapað mikla umræðu enda kerfið síður en svo óskeikult. Þetta á ekki síst við um gærdaginn því nú komið í ljós að myndbandsdómarar gerðu tvenn mistök í leikjum gærdagsins sem gætu reynst dýrkeypt. Arsenal hefur leikið frábærlega á tímabilinu og situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði jafntefli gegn Brentford í gær en jöfnunarmark Brentford var umdeilt og hefði ekki átt að standa. Christian Nörgaard var rangstæður þegar hann fékk boltann áður en hann sendi fyrir á Ivan Toney sem skoraði auðveldlega. VAR-kannaði hins vegar aldrei hvort Nörgaard var rangstæður þrátt fyrir að hafa tekið sér drjúgan tíma í að skoða markið. Þetta kemur fram í grein fyrrum dómarans Chris Foy í Daily Mail. Hann segir að um mannleg mistök sé að ræða en VAR athugaði ýmis atriði í aðdraganda marksins. „Í aðdraganda marksins er Christian Nörgaard, sem sendir boltann til Toney, rangstæður. Sannleikurinn er sá að VAR athugaði það aldrei með því að teikna rangstöðulínur. Línan var einfaldlega aldrei teiknuð og það eru mannleg mistök,“ skrifar Chris Foy í Daily Mail en hann starfar þar sem sérfræðingur. Löglegt mark tekið af Brighton Mistökin í leik Arsenal og Brentford voru hins vegar ekki þau einu sem VAR-gerði í gær. Í leik Crystal Palace og Brighton, sem lauk með 1-1 jafntefli, skoraði Pervis Estupinan mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þar var John Brooks í VAR-herberginu og teiknaði hann rangstöðulínuna frá röngum varnarmanni. Brooks miðaði línuna við varnarmanninn James Tomkins en hann var ekki aftasti varnarmaður Palace. Marc Guehi var aftar og hefði spilað Estupinan réttstæðan en það fór framhjá Brooks. Pervis Estupinan fer framhjá Michael Olise í leiknum í gær.Vísir/Getty Þá átti sér einnig stað umdeilt atvik í leik Chelsea og West Ham þar sem Tomas Soucek, leikmaður West Ham, fékk boltann augljóslega í höndina þegar Connor Gallagher skaut að marki. Að flestra mati hefði Chelsea átt að fá vítaspyrnu en þeim leik leik einnig með jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni hefur oftar en ekki skapað mikla umræðu enda kerfið síður en svo óskeikult. Þetta á ekki síst við um gærdaginn því nú komið í ljós að myndbandsdómarar gerðu tvenn mistök í leikjum gærdagsins sem gætu reynst dýrkeypt. Arsenal hefur leikið frábærlega á tímabilinu og situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði jafntefli gegn Brentford í gær en jöfnunarmark Brentford var umdeilt og hefði ekki átt að standa. Christian Nörgaard var rangstæður þegar hann fékk boltann áður en hann sendi fyrir á Ivan Toney sem skoraði auðveldlega. VAR-kannaði hins vegar aldrei hvort Nörgaard var rangstæður þrátt fyrir að hafa tekið sér drjúgan tíma í að skoða markið. Þetta kemur fram í grein fyrrum dómarans Chris Foy í Daily Mail. Hann segir að um mannleg mistök sé að ræða en VAR athugaði ýmis atriði í aðdraganda marksins. „Í aðdraganda marksins er Christian Nörgaard, sem sendir boltann til Toney, rangstæður. Sannleikurinn er sá að VAR athugaði það aldrei með því að teikna rangstöðulínur. Línan var einfaldlega aldrei teiknuð og það eru mannleg mistök,“ skrifar Chris Foy í Daily Mail en hann starfar þar sem sérfræðingur. Löglegt mark tekið af Brighton Mistökin í leik Arsenal og Brentford voru hins vegar ekki þau einu sem VAR-gerði í gær. Í leik Crystal Palace og Brighton, sem lauk með 1-1 jafntefli, skoraði Pervis Estupinan mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þar var John Brooks í VAR-herberginu og teiknaði hann rangstöðulínuna frá röngum varnarmanni. Brooks miðaði línuna við varnarmanninn James Tomkins en hann var ekki aftasti varnarmaður Palace. Marc Guehi var aftar og hefði spilað Estupinan réttstæðan en það fór framhjá Brooks. Pervis Estupinan fer framhjá Michael Olise í leiknum í gær.Vísir/Getty Þá átti sér einnig stað umdeilt atvik í leik Chelsea og West Ham þar sem Tomas Soucek, leikmaður West Ham, fékk boltann augljóslega í höndina þegar Connor Gallagher skaut að marki. Að flestra mati hefði Chelsea átt að fá vítaspyrnu en þeim leik leik einnig með jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira