Íslenski boltinn

Snýr aftur heim í KR frá Norrköping

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jóhannes Kristinn kominn heim.
Jóhannes Kristinn kominn heim. Twitter/KR

Knattspyrnumaðurinn Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn að nýju til liðs við KR, eftir tveggja ára dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð.

Jóhannes er á átjánda aldursári, fæddur árið 2005, gerir þriggja ára samning við KR.

Hann lék tvo leiki fyrir KR sumarið 2020, áður en hann gekk til liðs við Norrköping. Þar lék hann aðallega með unglingaliðum félagsins en kom við sögu í einum leik í Allsvenskunni á síðasta tímabili.

KR-ingar, sem höfnuðu í fjórða sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð, hafa verið að gera sig gildandi á félagsskiptamarkaðnum að undanförnu en þeir gengu nýverið frá samningum við Norðmanninn Olav Öby og áður hafði Luke Rae gengið til liðs við Vesturbæjarstórveldið frá nágrönnunum í Gróttu.


Tengdar fréttir

KR sækir liðsstyrk til Noregs

KR hefur fengið norska miðjumanninn Olav Öby til liðsins. Hann lék síðast með Fredrikstad í norsku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×