Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 19:39 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kallaði eftir skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi fyrir um ári síðan. Vísir/arnar Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. Skýrslan dregur upp mynd af atvinnugrein sem hefur vaxið hraðar en regluverkið. Í henni er að finna metfjölda tillagna til úrbóta. Það var matvælaráðherra sem kallaði eftir skýrslunni fyrir ári síðan. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og við svo sem gerðum ráð fyrir og það var tilefni þess að ég óskaði eftir þessari úttekt Ríkisendurskoðunar að fara vel í saumana á þessum málum vegna þess að mér fannst ástæða til þess. Mér fannst ástæða til þess að ætla að bæði lagaumhverfið, framkvæmdin og eftirlitið og svo framvegis væri bara verulega ábótavant og það er bara niðurstaðan.“ Svandís kveðst vera ákveðin í að ráðast í breytingar. „Nú er komið rúmlega ár og þá þurfum við að setja undir okkur hausinn og laga lagaumhverfið og tryggja það að við séum ekki í plástraviðbragði heldur séum að skoða þetta alveg í kjölinn.“ Í skýrslunni er lagt til að eldisfyrirtækin sjálf taki þátt í kostnaði við eftirlit. „Mér finnst það alltaf spurning raunar sem við þurfum að spyrja okkur hér og þurfum auðvitað að spyrja okkur líka í sambandi við sjávarútveginn sem er annað stórt verkefni sem ég er með í gangi er það að við tryggjum að afnot af sameiginlegri auðlind, sama hvort það er hafið eða firðirnir eða hvað það er, að fyrir það hljótist eðlilegt endurgjald í sameiginlega sjóði.“ „Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segjast þau fagna skýrslunni og að hún staðfesti brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. Nú sé mikilvægt að bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram á veginn.“ Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Skýrslan dregur upp mynd af atvinnugrein sem hefur vaxið hraðar en regluverkið. Í henni er að finna metfjölda tillagna til úrbóta. Það var matvælaráðherra sem kallaði eftir skýrslunni fyrir ári síðan. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og við svo sem gerðum ráð fyrir og það var tilefni þess að ég óskaði eftir þessari úttekt Ríkisendurskoðunar að fara vel í saumana á þessum málum vegna þess að mér fannst ástæða til þess. Mér fannst ástæða til þess að ætla að bæði lagaumhverfið, framkvæmdin og eftirlitið og svo framvegis væri bara verulega ábótavant og það er bara niðurstaðan.“ Svandís kveðst vera ákveðin í að ráðast í breytingar. „Nú er komið rúmlega ár og þá þurfum við að setja undir okkur hausinn og laga lagaumhverfið og tryggja það að við séum ekki í plástraviðbragði heldur séum að skoða þetta alveg í kjölinn.“ Í skýrslunni er lagt til að eldisfyrirtækin sjálf taki þátt í kostnaði við eftirlit. „Mér finnst það alltaf spurning raunar sem við þurfum að spyrja okkur hér og þurfum auðvitað að spyrja okkur líka í sambandi við sjávarútveginn sem er annað stórt verkefni sem ég er með í gangi er það að við tryggjum að afnot af sameiginlegri auðlind, sama hvort það er hafið eða firðirnir eða hvað það er, að fyrir það hljótist eðlilegt endurgjald í sameiginlega sjóði.“ „Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segjast þau fagna skýrslunni og að hún staðfesti brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. Nú sé mikilvægt að bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram á veginn.“
Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?