Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 12:46 Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn sem heldur til Tyrklands í dag. Landsbjörg Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. Níu manna sérfræðingahópur á vegum Landsbjargar heldur til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, eftir hádegi í dag. Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn, sem mun sinna aðgerðastjórnun. „Við fljúgum inn til Adana. En hvað nákvæmlega tekur við síðan veit ég ekki. Það fer eftir því hvernig aðgerðirnar þróast og hvar þörfin er mest.“ Sólveig stýrði æfingu fyrir svipaðar hamfarir í Tyrklandi á síðasta ári. „Og það munar mjög miklu, bæði fyrir okkur sem eru að fara í útkallið, að hafa tekið þátt í æfingu, og fyrir Tyrkina. Það munar öllu að æfa, og æfa á svona stöðum þar sem geta orðið svona stórir atburðir geta orðið. Já, það skiptir verulegu máli,“ segir Sólveig. Uppfært klukkan 14:54 Flugi TF-SIF hefur verið frestað vegna veðurs á flugleiðinni. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið. Björgunarstarf virðist óskipulagt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands. Hún varði nóttinni í skóla í borginni ásamt mörgum öðrum, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Fréttastofa ræddi við hana í morgun. Hún segir óráðið hvenær hún snýr aftur þangað. Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún gisti í skóla í borginni í nótt.Aðsend „Ég þarf bara að ræða við þau hversu lengi ég get verið hérna. Við erum bara öll að bíða eftir frekari upplýsingum. Ég er komin með eitthvað app þar sem eiga að koma fréttir en það hefur ekki verið uppfært síðan í gær,“ segir Eygló. Víða sé enn verið að leita að fólki í húsarústum. „Ég hitti hérna konu áðan, hún er tyrknesk og maðurinn hennar er í hernum. Hún sagði mér að [björgunarstarf] hafi verið frekar óskipulagt.“ Hún hafi heyrt af því að skortur sé á tækjum til björgunarstarfs. „Bara það að hún segi mér að það sé verið að bera fólk á bakinu og ekki með börur,“ segir Eygló. Tyrkland Björgunarsveitir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Níu manna sérfræðingahópur á vegum Landsbjargar heldur til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, eftir hádegi í dag. Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn, sem mun sinna aðgerðastjórnun. „Við fljúgum inn til Adana. En hvað nákvæmlega tekur við síðan veit ég ekki. Það fer eftir því hvernig aðgerðirnar þróast og hvar þörfin er mest.“ Sólveig stýrði æfingu fyrir svipaðar hamfarir í Tyrklandi á síðasta ári. „Og það munar mjög miklu, bæði fyrir okkur sem eru að fara í útkallið, að hafa tekið þátt í æfingu, og fyrir Tyrkina. Það munar öllu að æfa, og æfa á svona stöðum þar sem geta orðið svona stórir atburðir geta orðið. Já, það skiptir verulegu máli,“ segir Sólveig. Uppfært klukkan 14:54 Flugi TF-SIF hefur verið frestað vegna veðurs á flugleiðinni. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið. Björgunarstarf virðist óskipulagt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands. Hún varði nóttinni í skóla í borginni ásamt mörgum öðrum, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Fréttastofa ræddi við hana í morgun. Hún segir óráðið hvenær hún snýr aftur þangað. Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún gisti í skóla í borginni í nótt.Aðsend „Ég þarf bara að ræða við þau hversu lengi ég get verið hérna. Við erum bara öll að bíða eftir frekari upplýsingum. Ég er komin með eitthvað app þar sem eiga að koma fréttir en það hefur ekki verið uppfært síðan í gær,“ segir Eygló. Víða sé enn verið að leita að fólki í húsarústum. „Ég hitti hérna konu áðan, hún er tyrknesk og maðurinn hennar er í hernum. Hún sagði mér að [björgunarstarf] hafi verið frekar óskipulagt.“ Hún hafi heyrt af því að skortur sé á tækjum til björgunarstarfs. „Bara það að hún segi mér að það sé verið að bera fólk á bakinu og ekki með börur,“ segir Eygló.
Tyrkland Björgunarsveitir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent