Greenwood laus allra mála Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2023 14:29 Mason Greenwood er uppalinn leikmaður Manchester United og var talinn vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Getty/Marc Atkins Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að Greenwood þyrfti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári, en nú hefur málið verið fellt niður. The Sun hefur eftir talsmanni saksóknara að lykilvitni hafi dregið sig til baka og að ný sönnunargögn hafi komið fram. Hann sagði: „Það er okkar skylda að endurskoða mál stöðugt. Í þessu tilviki var ekki lengur raunhæft útlit fyrir sakfellingu eftir að lykilvitni hætti við og ný gögn komu fram. Þegar þannig ber undir ber okkur skylda til að hætta með mál. Við höfum útskýrt þá ákvörðun fyrir öllum hlutaðeigandi.“ Criminal proceedings against a 21-year-old man in connection with an investigation opened in January 2022 have, today (Thursday 2 February 2023), been discontinued by the CPS.Chief Superintendent Michaela Kerr, GMP s Head of Public Protection, said:... (1/7) pic.twitter.com/VOp9n527Kw— Greater Manchester Police (@gmpolice) February 2, 2023 Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Honum var sleppt gegn því skilyrði að vera ekki í sambandi við nein vitni, þar á meðal konuna sem hin meintu brot beindust gegn, og að hann héldi til á sínu heimili í Bowdon. Konan, sem var kærasta Greenwoods, birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Hann var í kjölfarið tekinn út úr liði Manchester United og bannaður frá æfingum, fjarlægður úr FIFA 22 og Football Manager 2022 tölvuleikjunum, og missti samning sinn hjá Nike. Greenwood er uppalinn hjá United og þótti vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Hann spilaði síðast fyrir United í janúar á síðasta ári. Þegar þetta er skrifað er beðið eftir viðbrögðum frá Manchester United við tíðindunum. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að Greenwood þyrfti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári, en nú hefur málið verið fellt niður. The Sun hefur eftir talsmanni saksóknara að lykilvitni hafi dregið sig til baka og að ný sönnunargögn hafi komið fram. Hann sagði: „Það er okkar skylda að endurskoða mál stöðugt. Í þessu tilviki var ekki lengur raunhæft útlit fyrir sakfellingu eftir að lykilvitni hætti við og ný gögn komu fram. Þegar þannig ber undir ber okkur skylda til að hætta með mál. Við höfum útskýrt þá ákvörðun fyrir öllum hlutaðeigandi.“ Criminal proceedings against a 21-year-old man in connection with an investigation opened in January 2022 have, today (Thursday 2 February 2023), been discontinued by the CPS.Chief Superintendent Michaela Kerr, GMP s Head of Public Protection, said:... (1/7) pic.twitter.com/VOp9n527Kw— Greater Manchester Police (@gmpolice) February 2, 2023 Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Honum var sleppt gegn því skilyrði að vera ekki í sambandi við nein vitni, þar á meðal konuna sem hin meintu brot beindust gegn, og að hann héldi til á sínu heimili í Bowdon. Konan, sem var kærasta Greenwoods, birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Hann var í kjölfarið tekinn út úr liði Manchester United og bannaður frá æfingum, fjarlægður úr FIFA 22 og Football Manager 2022 tölvuleikjunum, og missti samning sinn hjá Nike. Greenwood er uppalinn hjá United og þótti vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Hann spilaði síðast fyrir United í janúar á síðasta ári. Þegar þetta er skrifað er beðið eftir viðbrögðum frá Manchester United við tíðindunum.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Sjá meira