Manchester United mætir Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins. Man United vann Nottingham Forest 2-0 í kvöld og einvígi liðanna því samtals 5-0.
Man United var 3-0 yfir í einvíginu fyrir leik kvöldsins og bar hann þess merki. Gestirnir pössuðu sig á að halda andliti á meðan leikmenn Rauðu djöflanna vildu sparka orku þar sem liðið á urmul leikja framundan í febrúar.
Úr varð einn hundleiðinlegur fótboltaleikur. Á endanum lauk honum með 2-0 sigri Man United en varamaðurinn Anthony Martial skoraði á 73. mínútu eftir að boltinn hrökk til hans af öðrum varamanni, Marcus Rashford.
Þremur mínútum síðar fékk Rashford sendingu frá Jadon Sancho, gaf fyrir á Fred sem lagði boltann snyrtilega í netið með lærinu. Lokatölur 2-0 og Man United mætir því Newcastle á Wembley þann 26. febrúar.