Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 31. janúar 2023 20:48 David DePape réðst á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í október. Getty/Michael Short Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. Fyrir stuttu birtist myndband frá lögreglunni í San Francisco af árásinni þar sem David DePape sést ráðast á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. DePape réðst á Pelosi með hamri með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. Í kjölfar birtingar myndbandsins hringdi DePape, í sjónvarpsstöðina KTVU í San Fransisco og sagðist vilja gefa út yfirlýsingu til bandarísku þjóðarinnar. Símtalið var undir fimm mínútum á lengd og fékk fréttamaður stöðvarinnar ekki tækifæri til þess að spyrja hann nánar út í yfirlýsinguna. KTVU greinir frá. Í yfirlýsingunni segir DePape fólk í valdastöðum vera að ráðast á frelsi einstaklingsins. Þá hafi hann útvegað sér nöfn og heimilisföng nokkurra úr þessum hópi, ætlað að fara í heimsókn til og tala um slæma hegðun þeirra. „Ég vil biðja alla afsökunar, ég klúðraði þessu. Það sem ég gerði var mjög slæmt, ég biðst afsökunar á að hafa ekki náð fleirum. Það er mér einum að kenna, engum öðrum, ég hefði átt að vera betur undirbúinn,“ sagði DePape. DePape hefur neitað sök fyrir rétti en hann hefur meðal annars verið kærður fyrir tilraun til manndráps vegna árásarinnar. Hér að ofan má hlusta á búta úr símtali DePape við KTVU. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Fyrir stuttu birtist myndband frá lögreglunni í San Francisco af árásinni þar sem David DePape sést ráðast á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. DePape réðst á Pelosi með hamri með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. Í kjölfar birtingar myndbandsins hringdi DePape, í sjónvarpsstöðina KTVU í San Fransisco og sagðist vilja gefa út yfirlýsingu til bandarísku þjóðarinnar. Símtalið var undir fimm mínútum á lengd og fékk fréttamaður stöðvarinnar ekki tækifæri til þess að spyrja hann nánar út í yfirlýsinguna. KTVU greinir frá. Í yfirlýsingunni segir DePape fólk í valdastöðum vera að ráðast á frelsi einstaklingsins. Þá hafi hann útvegað sér nöfn og heimilisföng nokkurra úr þessum hópi, ætlað að fara í heimsókn til og tala um slæma hegðun þeirra. „Ég vil biðja alla afsökunar, ég klúðraði þessu. Það sem ég gerði var mjög slæmt, ég biðst afsökunar á að hafa ekki náð fleirum. Það er mér einum að kenna, engum öðrum, ég hefði átt að vera betur undirbúinn,“ sagði DePape. DePape hefur neitað sök fyrir rétti en hann hefur meðal annars verið kærður fyrir tilraun til manndráps vegna árásarinnar. Hér að ofan má hlusta á búta úr símtali DePape við KTVU.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52
Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01