Myndband sýnir árásina á Pelosi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 22:28 Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanna sem mættir voru á vettvang. San Francisco Police Department via AP Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri. Maðurinn braust inn á heimili Pelosi í október á síðasta ári. Hann var vopnaður hamri og braut rúðu á húsi hjónanna. Í kjölfarið fór hann inn og á að hafa öskrað „hvar er Nancy,“ sem ekki var heima þegar brotist var inn. Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanns sem var mætt á vettvang þegar árásarmaðurinn, David DePape, réðst á Pelosi. Á myndbandinu sést þegar lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum og hann svarar: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og ræðst á Pelosi í kjölfarið. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Hinn 82 ára gamli Paul Pelosi höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. AP fréttaveitan segir árásina vekja upp minningar um árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þá hafi stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, leitað að Nancy Pelosi í þinghúsinu eftir þau ruddust þar inn. Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að DePape hafi sagt ögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni.“ Hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið. Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Maðurinn braust inn á heimili Pelosi í október á síðasta ári. Hann var vopnaður hamri og braut rúðu á húsi hjónanna. Í kjölfarið fór hann inn og á að hafa öskrað „hvar er Nancy,“ sem ekki var heima þegar brotist var inn. Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanns sem var mætt á vettvang þegar árásarmaðurinn, David DePape, réðst á Pelosi. Á myndbandinu sést þegar lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum og hann svarar: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og ræðst á Pelosi í kjölfarið. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Hinn 82 ára gamli Paul Pelosi höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. AP fréttaveitan segir árásina vekja upp minningar um árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þá hafi stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, leitað að Nancy Pelosi í þinghúsinu eftir þau ruddust þar inn. Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að DePape hafi sagt ögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni.“ Hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15
Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52