Fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu, hefði átt að ljúka í kvöld þegar West Ham United vann C-deildarlið Derby County.
Eins og vani er þá þurfa lið að mætast aftur ef viðureignum þeirra lýkur með jafntefli. Það gerðist oftar en ekki um helgina og því á enn eftir að skera úr um fjölda viðureigna í 4. umferðinni. Það breytir því ekki að það er búið að draga í næstu umferð og sjá má dráttinn hér að neðan.
Alls eru átta úrvalsdeildarlið komin áfram í 16-liða úrslitin [5. umferðina] en þau geta alls verið 9 talsins þar sem Fulham á eftir að mæta B-deildarliði Sunderland í endurteknum leik.
Drátturinn í heild sinni
- Southampton [Úrvalsdeild] mætir Luton Town [B-deild] eða Grimsby Town [D-deild]
- Leicester City [Úrvalsdeild] mætir Blackburn Rovers eða Birmingham City [Bæði B-deild]
- Stoke City [B-deild] mætir Brighton & Hove Albion [Úrvalsdeild]
- Wrexham [E-deild] eða Sheffield United [B-deild] mæta Tottenham Hotspur [Úrvalsdeild]
- Fulham [Úrvalsdeild] eða Sunderland [B-deild] mæta Leeds United [Úrvalsdeild]
- Bristol City [B-deild] mætir Manchester City [Úrvalsdeild]
- Man United mætir West Ham [Bæði Úrvalsdeild]
- Ipswich Town [C-deild] eða Burnley [B-deild] mæta Sheffield Wednesday eða Fleetwood Town [Bæði C-deild]
Fimmta umferð ensku bikarkeppninnar hefst mánudaginn 27. febrúar og verður spiluð út þá viku. Sem stendur hafa dagsetningar ákveðinna leikja ekki verið ákveðnar.