Enski boltinn

Man United fær West Ham í heim­sókn á meðan Wrex­ham gæti mætt Totten­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Wrexham eða Sheffield United fá Tottenham Hotspur í heimsókn.
Wrexham eða Sheffield United fá Tottenham Hotspur í heimsókn. Matthew Ashton/Getty Images

Búið er að draga í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. West Ham United heimsækir Old Trafford og mætir Manchester United. Þá gæti Tottenham Hotspur farið til Wales fari svo að Wrexham vinni Sheffield United en liðin gerðu 3-3 jafntefli um helgina og þurfa því að mætast aftur.

Fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu, hefði átt að ljúka í kvöld þegar West Ham United vann C-deildarlið Derby County. 

Eins og vani er þá þurfa lið að mætast aftur ef viðureignum þeirra lýkur með jafntefli. Það gerðist oftar en ekki um helgina og því á enn eftir að skera  úr um fjölda viðureigna í 4. umferðinni. Það breytir því ekki að það er búið að draga í næstu umferð og sjá má dráttinn hér að neðan. 

Alls eru átta úrvalsdeildarlið komin áfram í 16-liða úrslitin [5. umferðina] en þau geta alls verið 9 talsins þar sem Fulham á eftir að mæta B-deildarliði Sunderland í endurteknum leik.

Drátturinn í heild sinni

  • Southampton [Úrvalsdeild] mætir Luton Town [B-deild] eða Grimsby Town [D-deild]
  • Leicester City [Úrvalsdeild] mætir Blackburn Rovers eða Birmingham City [Bæði B-deild]
  • Stoke City [B-deild] mætir Brighton & Hove Albion [Úrvalsdeild]
  • Wrexham [E-deild] eða Sheffield United [B-deild] mæta Tottenham Hotspur [Úrvalsdeild]
  • Fulham [Úrvalsdeild] eða Sunderland [B-deild] mæta Leeds United [Úrvalsdeild]
  • Bristol City [B-deild] mætir Manchester City [Úrvalsdeild]
  • Man United mætir West Ham [Bæði Úrvalsdeild]
  • Ipswich Town [C-deild] eða Burnley [B-deild] mæta Sheffield Wednesday eða Fleetwood Town [Bæði C-deild]

Fimmta umferð ensku bikarkeppninnar hefst mánudaginn 27. febrúar og verður spiluð út þá viku. Sem stendur hafa dagsetningar ákveðinna leikja ekki verið ákveðnar.


Tengdar fréttir

Brasilískt þema á Old Traf­ford: Sjáðu mörkin

Manchester United vann Reading 3-1 í síðasta leik dagsins í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Staðan var markalaus í hálfleik en þrjú mörk í síðari hálfleik skutu heimamönnum áfram. Öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum.

Sir Alex sofnaði yfir leik Man. United og Rea­ding

Hinn 81 árs gamli Sir Alex Ferguson er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Það virðist sem honum hafi fundist leikur Manchester United og Reading heldur leiðinlegur en Skotinn virtist sofna þegar myndavélinni var beint að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×