Myndband sýnir árásina á Pelosi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 22:28 Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanna sem mættir voru á vettvang. San Francisco Police Department via AP Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri. Maðurinn braust inn á heimili Pelosi í október á síðasta ári. Hann var vopnaður hamri og braut rúðu á húsi hjónanna. Í kjölfarið fór hann inn og á að hafa öskrað „hvar er Nancy,“ sem ekki var heima þegar brotist var inn. Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanns sem var mætt á vettvang þegar árásarmaðurinn, David DePape, réðst á Pelosi. Á myndbandinu sést þegar lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum og hann svarar: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og ræðst á Pelosi í kjölfarið. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Hinn 82 ára gamli Paul Pelosi höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. AP fréttaveitan segir árásina vekja upp minningar um árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þá hafi stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, leitað að Nancy Pelosi í þinghúsinu eftir þau ruddust þar inn. Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að DePape hafi sagt ögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni.“ Hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið. Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Maðurinn braust inn á heimili Pelosi í október á síðasta ári. Hann var vopnaður hamri og braut rúðu á húsi hjónanna. Í kjölfarið fór hann inn og á að hafa öskrað „hvar er Nancy,“ sem ekki var heima þegar brotist var inn. Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanns sem var mætt á vettvang þegar árásarmaðurinn, David DePape, réðst á Pelosi. Á myndbandinu sést þegar lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum og hann svarar: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og ræðst á Pelosi í kjölfarið. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Hinn 82 ára gamli Paul Pelosi höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. AP fréttaveitan segir árásina vekja upp minningar um árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þá hafi stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, leitað að Nancy Pelosi í þinghúsinu eftir þau ruddust þar inn. Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að DePape hafi sagt ögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni.“ Hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15
Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52