Myndband sýnir árásina á Pelosi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 22:28 Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanna sem mættir voru á vettvang. San Francisco Police Department via AP Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri. Maðurinn braust inn á heimili Pelosi í október á síðasta ári. Hann var vopnaður hamri og braut rúðu á húsi hjónanna. Í kjölfarið fór hann inn og á að hafa öskrað „hvar er Nancy,“ sem ekki var heima þegar brotist var inn. Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanns sem var mætt á vettvang þegar árásarmaðurinn, David DePape, réðst á Pelosi. Á myndbandinu sést þegar lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum og hann svarar: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og ræðst á Pelosi í kjölfarið. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Hinn 82 ára gamli Paul Pelosi höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. AP fréttaveitan segir árásina vekja upp minningar um árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þá hafi stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, leitað að Nancy Pelosi í þinghúsinu eftir þau ruddust þar inn. Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að DePape hafi sagt ögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni.“ Hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið. Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Maðurinn braust inn á heimili Pelosi í október á síðasta ári. Hann var vopnaður hamri og braut rúðu á húsi hjónanna. Í kjölfarið fór hann inn og á að hafa öskrað „hvar er Nancy,“ sem ekki var heima þegar brotist var inn. Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanns sem var mætt á vettvang þegar árásarmaðurinn, David DePape, réðst á Pelosi. Á myndbandinu sést þegar lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum og hann svarar: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og ræðst á Pelosi í kjölfarið. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Hinn 82 ára gamli Paul Pelosi höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. AP fréttaveitan segir árásina vekja upp minningar um árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þá hafi stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, leitað að Nancy Pelosi í þinghúsinu eftir þau ruddust þar inn. Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að DePape hafi sagt ögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni.“ Hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15
Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52