Múmían er af manni sem nefndur hefur verið Hekashepes. Utan um múmíuna var steypuhræra og henni hafði verið vandlega komið fyrir í steinkistu sem búin var til úr kalkstein.
„Þessi múmía gæti verið elsta og best varðveitta múmía sem fundist hefur í Egyptalandi til þessa,“ sagði Zahi Hawass, fyrrverandi ráðherra minjaverndar í Egyptalandi.
Fleiri múmíur fundust á svæðinu, þar á meðal ein sem tilheyrði Khnumdjedef, sem var meðal annars prestur á valdatíma Unas, síðasta farós fimmtu ættarinnar. Grafhýsið var skreytt með myndum úr daglegu lífi Egypta á valdatímanum. Guardian greinir frá.