Carragher sparaði ekki stóru orðin um Everton eftir að félagið rak Lampard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 07:31 Frank Lampard hefur ekki náð að koma Everton liðinu í gang og fer frá félaginu þar sem það situr í fallsæti. AP/Zac Goodwin Jamie Carragher var allt annað en ánægður með þá ákvörðun Everton að reka knattspyrnustjórann Frank Lampard. Fyrrum leikmaður Liverpool hélt því fram á Sky Sports að Everton væri verst rekna félagið í Englandi. Carragher hefur haldið þessu fram áður og sagði þá að forráðamenn félagsins hafi heyrt í sér og kvartað. Hann hélt því samt fram aftur í gær og sagðist fullviss um að sú fullyrðing væri rétt hjá sér. Carragher er mjög ósáttur með hvernig félagið lætur stuðningsmenn sína líta út en þeir voru ekki að kalla eftir nýjum knattspyrnustjóra heldur miklu frekar nýrri stjórn og nýjum eigenda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Engu að síður þá þurfti Lampard að taka pokann sinn í gær eftir að hafa verið minna en ár við stjórnvölinn. Lokaleikur Lampard var 2-0 tapleikur á móti West Ham sem var þriðja deildartap Everton liðsins í röð. Liðið situr í nítjánda og næstsíðasta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bullandi fallhættu. „Enginn þekkir félagið sitt betur en þeirra eigin stuðningsmenn,“ sagði Jamie Carragher í þættinum Monday Night Football á Sky Sports. Hann er ekki í vafa um það að Everton sé versta rekna félagið í landinu. „Það voru enginn fánar að kalla eftir brottrekstri Frank Lampard heldur var þeim beint gegn eigandanum Farhad Moshiri og stjórninni,“ sagði Carragher. „Ég hef sagt það áður að Everton sé versta félagið í Englandi. Það var ekki eitthvað skot frá fyrrum leikmanni Liverpool. Ég er að segja þetta sem stuðningsmaður Everton,“ sagði Carragher. „Þegar ég sagði þetta á sínum tíma þá hafði Everton samband sem ég kunni að meta. Að vera vakandi og tilbúin að verja þitt félag. Ég taldi samt ekki að ég hefði haft rangt fyrir mér og þetta er heldur ekki rangt hjá mér núna,“ sagði Carragher en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Sjá meira
Fyrrum leikmaður Liverpool hélt því fram á Sky Sports að Everton væri verst rekna félagið í Englandi. Carragher hefur haldið þessu fram áður og sagði þá að forráðamenn félagsins hafi heyrt í sér og kvartað. Hann hélt því samt fram aftur í gær og sagðist fullviss um að sú fullyrðing væri rétt hjá sér. Carragher er mjög ósáttur með hvernig félagið lætur stuðningsmenn sína líta út en þeir voru ekki að kalla eftir nýjum knattspyrnustjóra heldur miklu frekar nýrri stjórn og nýjum eigenda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Engu að síður þá þurfti Lampard að taka pokann sinn í gær eftir að hafa verið minna en ár við stjórnvölinn. Lokaleikur Lampard var 2-0 tapleikur á móti West Ham sem var þriðja deildartap Everton liðsins í röð. Liðið situr í nítjánda og næstsíðasta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bullandi fallhættu. „Enginn þekkir félagið sitt betur en þeirra eigin stuðningsmenn,“ sagði Jamie Carragher í þættinum Monday Night Football á Sky Sports. Hann er ekki í vafa um það að Everton sé versta rekna félagið í landinu. „Það voru enginn fánar að kalla eftir brottrekstri Frank Lampard heldur var þeim beint gegn eigandanum Farhad Moshiri og stjórninni,“ sagði Carragher. „Ég hef sagt það áður að Everton sé versta félagið í Englandi. Það var ekki eitthvað skot frá fyrrum leikmanni Liverpool. Ég er að segja þetta sem stuðningsmaður Everton,“ sagði Carragher. „Þegar ég sagði þetta á sínum tíma þá hafði Everton samband sem ég kunni að meta. Að vera vakandi og tilbúin að verja þitt félag. Ég taldi samt ekki að ég hefði haft rangt fyrir mér og þetta er heldur ekki rangt hjá mér núna,“ sagði Carragher en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Sjá meira