„Verður ekki betra en þetta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2023 07:00 Mikel Arteta fagnar. Mark Leech/Getty Images „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. Man United er eina liðið sem hefur unnið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Gestirnir mættu með laskað lið til leiks þar sem Casemiro, einn þeirra albesti leikmaður, var í leikbanni og þá voru þeir Diogo Dalot, Jadon Sancho og Anthony Martial ekki með vegna meiðsla. Það nýtti Arsenal sér og hefndi fyrir tapið á Old Trafford með vægast sagt dramatískum 3-2 sigir þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Arteta var í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Að koma hingað eftir nágrannaslaginn gegn Tottenham Hotspur og spila svona, gegn þessu liði er ótrúlegt. Sérstaklega í seinni hálfleik. Að vinna á þennan hátt gerir þetta enn betra.“ „Ég held að andlega og tilfinningalega séum við mjög yfirvegaðir, en rosalega ákveðnir á sama tíma. Við fórum aldrei yfir um, héldum alltaf trú og héldum áfram að gera sömu hlutian og trúðum alltaf að við gætum náð í sigur.“ Mikel Arteta was loving the late win against United pic.twitter.com/g0an97OZ1E— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 „Við sýndum mikla yfirvegun inn í vítateignum en boltinn vildi ekki inn, sem betur fer gerði hann það í lokin og við náðum að vinna leikinn.“ „Þetta er lið, sérstaklega þegar þeir komast yfir, sem er mjög erfitt að spila gegn. Þeir þurfa ekki mikið til að búa til færi, elska að hafa svæði til að sækja í og refsa grimmilega ef þú nýtir ekki aðgerðirnar þínar á síðasta þriðjungi. En mér fannst við meðhöndla það vel.“ „Það er hægt að tala um þroska og trú en þú þarft samt að sýna gæði og þrautseigju til að halda áfram ásamt því að hafa sjálfstraustið til að gera það. Við fórum með leikinn þangað sem við vildum og ég er mjög ánægður, strákarnir áttu það skilið. Og svo þakka ég áhorfendum því þetta var ótrúlegt kvöld með þeim.“ A sensational start for Arsenal and Mikel Arteta pic.twitter.com/DqAUgV3waX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2023 „Ég tel okkur eiga skilið að vera þar sem við erum út af því hvernig við höfum spilað. Það er samt margt sem við getum gert mun betur. Það er erfitt að vinna leiki í úrvalsdeildinni, munurinn er svo lítill. Öll lið eru vel mönnuð og munu gera þér lífið leitt. Við vitum það og þurfum að undirbúa okkur undir það á hverjum degi.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Man United er eina liðið sem hefur unnið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Gestirnir mættu með laskað lið til leiks þar sem Casemiro, einn þeirra albesti leikmaður, var í leikbanni og þá voru þeir Diogo Dalot, Jadon Sancho og Anthony Martial ekki með vegna meiðsla. Það nýtti Arsenal sér og hefndi fyrir tapið á Old Trafford með vægast sagt dramatískum 3-2 sigir þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Arteta var í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Að koma hingað eftir nágrannaslaginn gegn Tottenham Hotspur og spila svona, gegn þessu liði er ótrúlegt. Sérstaklega í seinni hálfleik. Að vinna á þennan hátt gerir þetta enn betra.“ „Ég held að andlega og tilfinningalega séum við mjög yfirvegaðir, en rosalega ákveðnir á sama tíma. Við fórum aldrei yfir um, héldum alltaf trú og héldum áfram að gera sömu hlutian og trúðum alltaf að við gætum náð í sigur.“ Mikel Arteta was loving the late win against United pic.twitter.com/g0an97OZ1E— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 „Við sýndum mikla yfirvegun inn í vítateignum en boltinn vildi ekki inn, sem betur fer gerði hann það í lokin og við náðum að vinna leikinn.“ „Þetta er lið, sérstaklega þegar þeir komast yfir, sem er mjög erfitt að spila gegn. Þeir þurfa ekki mikið til að búa til færi, elska að hafa svæði til að sækja í og refsa grimmilega ef þú nýtir ekki aðgerðirnar þínar á síðasta þriðjungi. En mér fannst við meðhöndla það vel.“ „Það er hægt að tala um þroska og trú en þú þarft samt að sýna gæði og þrautseigju til að halda áfram ásamt því að hafa sjálfstraustið til að gera það. Við fórum með leikinn þangað sem við vildum og ég er mjög ánægður, strákarnir áttu það skilið. Og svo þakka ég áhorfendum því þetta var ótrúlegt kvöld með þeim.“ A sensational start for Arsenal and Mikel Arteta pic.twitter.com/DqAUgV3waX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2023 „Ég tel okkur eiga skilið að vera þar sem við erum út af því hvernig við höfum spilað. Það er samt margt sem við getum gert mun betur. Það er erfitt að vinna leiki í úrvalsdeildinni, munurinn er svo lítill. Öll lið eru vel mönnuð og munu gera þér lífið leitt. Við vitum það og þurfum að undirbúa okkur undir það á hverjum degi.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira