Íslenski boltinn

KR kaupir enskan framherja frá Gróttu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kristinsson býður Luke Morgan Conrad Rae velkominn í KR.
Rúnar Kristinsson býður Luke Morgan Conrad Rae velkominn í KR. Instagram/@krreykjavik1899

KR hefur gengið frá kaupum á 22 ára enskum sóknarmanni frá nágrönnum sínum í Gróttu.

KR tilkynnti um komu Luke Rae á miðlum sínum í dag en hann gerir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið.

Luke heitir fullu nafni Luke Morgan Conrad Rae og er fæddur árið 2000.

Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur þriggja ára reynslu af íslenska fótboltanum því hann hefur spilað með Tindastól í eitt sumar, Vestra í eitt sumar og nú síðast Gróttu í Lengjudeildinni á síðasta ári.

Luke spilaði stórt hlutverk í Gróttuliðinu á síðustu leiktíð en samkvæmt tölfræði í frétt á miðlum KR skoraði hann níu mörk og lagði upp önnur fimmtán til viðbótar í 23 leikjum

„Luke er spennandi leikmaður sem við höfum fylgst með í langan tíma. Hann er hraður sóknarmaður sem gefur okkur fleiri möguleika fram á við. Við berum miklar væntingar til hans í sumar,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari meistaraflokks KR, í viðtali á miðlum KR.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.