Markalaust í þúsundasta leik Klopps

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mykhailo Mudryk kom inn á í sínum fyrsta leik eftir að hafa gengið í raðir Chelsea frá Shakhtar Donetsk.
Mykhailo Mudryk kom inn á í sínum fyrsta leik eftir að hafa gengið í raðir Chelsea frá Shakhtar Donetsk. Laurence Griffiths/Getty Images

Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag, í þúsundasta leik Jürgens Klopp sem knattspyrnustjóri. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á fyrri hluta tímabils og eru því líklega bæði ósátt með úrslitin.

Leikurinn hófst af miklum krafti og Kai Havertz virtist hafa komið gestunum í Chelsea í forystu strax á þriðju mínútu. Eftir skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að Havertz var rangstæður og því fékk markið ekki að standa.

Liðin sköpuðu sér bæði nokkur hálffæri það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins og því var enn markalaust þegar gengið var til búningsherbergja.

Síðari hálfleikurinn var svo keimlíkur þeim fyrri þar sem bæði lið komu sér í hættulegar stöður til að taka forystuna, en þetta var bara einn af þessum dögum og niðurstaðan varð markalaust jafntefli.

Liverpool situr nú í áttunda sæti deildarinnar með 29 stig eftir 19 leiki. Chelsea hefur einnig náð í 29 stig í sínum 20 leikjum á tímabilinu, en er með verri markatölu en bæði Liverpool og Brentford og liðið situr því í tíunda sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira