Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2023 07:19 Aleksandar Vucic, var ómyrkur í máli varðandi auglýsingar Wagner hópsins. epa/Andrej Cukic Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. „Af hverju eruð þið, hjá Wagner, að leita til Serbíu þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ spurði forsetinn Aleksandar Vucic reiðilega í sjónvarpsviðtali. Serbar mega lögum samkvæmt ekki taka þátt í stríðum erlendis. Serbar hafa verið gagnrýndir fyrir að forgangsraða vináttu sinni við Rússa fram yfir metnað sinn til þess að ganga í Evrópusambandið en uppákoman þykir sýna að málið er ekki svo einfalt. Vucic sagði í viðtalinu að Serbía væri ekki aðeins hlutlaus hvað varðar stríðið í Úkraínu heldur hefði hann ekki rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í marga mánuði. BBC segir ekkert benda til þess að margir Serbar hafi ákveðið að fara til Úkraínu, þrátt fyrir að nokkrir hefðu vissulega barist með Rússum þegar Rússar hernámu Krímskaga árið 2014. Það hefðu þeir gert án yfirlýsts stuðnings stjórnvalda í Serbíu. Tugir fengu raunar dóm í Serbíu fyrir að hafa tekið þátt í átökum fyrir utan landsteinana. Í gær kærðu lögmaður í Belgrad og nokkrir hópar friðarsinna sendiherra Rússlands í Serbíu og yfirmann serbnesku leyniþjónustunnar (BIA) fyrir að aðstoða Wagner við að safna í sveitir sínar í Serbíu. Engir stóru stjórnmálaflokkana í Serbíu hafa svo mikið sem ýjað að því að styðja stríð Rússa í Úkrainu og fulltrúar landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa jafnan greitt atkvæði með ályktunum þar sem aðgerðir Rússa eru fordæmdar. Serbar hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í refsiaðgerðum vegna innrásarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Serbía Hernaður Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
„Af hverju eruð þið, hjá Wagner, að leita til Serbíu þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ spurði forsetinn Aleksandar Vucic reiðilega í sjónvarpsviðtali. Serbar mega lögum samkvæmt ekki taka þátt í stríðum erlendis. Serbar hafa verið gagnrýndir fyrir að forgangsraða vináttu sinni við Rússa fram yfir metnað sinn til þess að ganga í Evrópusambandið en uppákoman þykir sýna að málið er ekki svo einfalt. Vucic sagði í viðtalinu að Serbía væri ekki aðeins hlutlaus hvað varðar stríðið í Úkraínu heldur hefði hann ekki rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í marga mánuði. BBC segir ekkert benda til þess að margir Serbar hafi ákveðið að fara til Úkraínu, þrátt fyrir að nokkrir hefðu vissulega barist með Rússum þegar Rússar hernámu Krímskaga árið 2014. Það hefðu þeir gert án yfirlýsts stuðnings stjórnvalda í Serbíu. Tugir fengu raunar dóm í Serbíu fyrir að hafa tekið þátt í átökum fyrir utan landsteinana. Í gær kærðu lögmaður í Belgrad og nokkrir hópar friðarsinna sendiherra Rússlands í Serbíu og yfirmann serbnesku leyniþjónustunnar (BIA) fyrir að aðstoða Wagner við að safna í sveitir sínar í Serbíu. Engir stóru stjórnmálaflokkana í Serbíu hafa svo mikið sem ýjað að því að styðja stríð Rússa í Úkrainu og fulltrúar landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa jafnan greitt atkvæði með ályktunum þar sem aðgerðir Rússa eru fordæmdar. Serbar hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í refsiaðgerðum vegna innrásarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Serbía Hernaður Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent