Draumamark tryggði Palace stig gegn sjóðandi heitu Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. janúar 2023 22:05 Leikmenn Man United eftir jöfnunarmark heimamanna. Matthew Ashton/Getty Images Manchester United var hársbreidd frá því að vinna enn einn leikinn árið 2023. Það var aðeins þökk sé draumamarki Michael Olise í uppbótartíma sem Crystal Palace nældi í stig á heimavelli sínum Selhurst Park. Man United mætti til Lundúna vitandi það að liðið myndi fara upp í 2. sæti deildarinnar með sigri. Heimamenn eru miðja deild en eru allt annað en auðveldir heim að sækja. Það sást snemma að leikmenn gestanna voru margir hverjir heldur þreyttir en gríðarlegt leikjaálag á liðinu um þessar mundir og verður út febrúar hið minnsta. David De Gea þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hann varði langskot Odsonne Edouard meistaralega í þverslánna og aftur fyrir. Skömmu síðar fóru gestirnir í sókn þar sem Christian Eriksen fékk boltann inn á teig, renndi honum út á Bruno Fernandes sem tók við knettinum og lúðraði honum í netið. Staðan 0-1 í hálfleik. Í þeim síðari vildu gestirnir fá vítaspyrnu þegar að þeirra mati var brotið á Scott McTominay innan vítateigs. Eftir að atvikið var skoðað af myndbandsdómara leiksins var ákveðið að gera ekkert og leikurinn hélt áfram. Penalty or no penalty? #CRYMUN pic.twitter.com/tY98t6Wn1N— talkSPORT (@talkSPORT) January 18, 2023 Það nýttu gestirnir sér og þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Olise með ótrúlegu marki úr aukaspyrnu, boltinn í slá og inn - algjörlega óverjandi. Til að strá salti í sárin þá fékk Casemiro - sem fékk gult spjald í leiknum og missir af leik Man United gegn Arsenal í næstu umferð - algjört dauðafæri eftir hornspyrnu skömmu síðar en náði ekki að reka fótinn í boltann. Lokatölur í Lundúnum 1-1 sem þýðir að Man Utd er í 3. sæti með 39 stig, jafn mörg og Manchester City sem á leik til góða en átta minna en Arsenal sem er í toppsætinu. Crystal Palace er í 12. sæti með 23 stig. Enski boltinn
Manchester United var hársbreidd frá því að vinna enn einn leikinn árið 2023. Það var aðeins þökk sé draumamarki Michael Olise í uppbótartíma sem Crystal Palace nældi í stig á heimavelli sínum Selhurst Park. Man United mætti til Lundúna vitandi það að liðið myndi fara upp í 2. sæti deildarinnar með sigri. Heimamenn eru miðja deild en eru allt annað en auðveldir heim að sækja. Það sást snemma að leikmenn gestanna voru margir hverjir heldur þreyttir en gríðarlegt leikjaálag á liðinu um þessar mundir og verður út febrúar hið minnsta. David De Gea þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hann varði langskot Odsonne Edouard meistaralega í þverslánna og aftur fyrir. Skömmu síðar fóru gestirnir í sókn þar sem Christian Eriksen fékk boltann inn á teig, renndi honum út á Bruno Fernandes sem tók við knettinum og lúðraði honum í netið. Staðan 0-1 í hálfleik. Í þeim síðari vildu gestirnir fá vítaspyrnu þegar að þeirra mati var brotið á Scott McTominay innan vítateigs. Eftir að atvikið var skoðað af myndbandsdómara leiksins var ákveðið að gera ekkert og leikurinn hélt áfram. Penalty or no penalty? #CRYMUN pic.twitter.com/tY98t6Wn1N— talkSPORT (@talkSPORT) January 18, 2023 Það nýttu gestirnir sér og þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Olise með ótrúlegu marki úr aukaspyrnu, boltinn í slá og inn - algjörlega óverjandi. Til að strá salti í sárin þá fékk Casemiro - sem fékk gult spjald í leiknum og missir af leik Man United gegn Arsenal í næstu umferð - algjört dauðafæri eftir hornspyrnu skömmu síðar en náði ekki að reka fótinn í boltann. Lokatölur í Lundúnum 1-1 sem þýðir að Man Utd er í 3. sæti með 39 stig, jafn mörg og Manchester City sem á leik til góða en átta minna en Arsenal sem er í toppsætinu. Crystal Palace er í 12. sæti með 23 stig.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn