Íslenski boltinn

Ristin brotin og Tryggvi úr leik

Sindri Sverrisson skrifar
Tryggvi Hrafn Haraldsson vonast til að ná fyrsta leik með Val í Bestu deildinni í vor.
Tryggvi Hrafn Haraldsson vonast til að ná fyrsta leik með Val í Bestu deildinni í vor. vísir/Diego

Tryggvi Hrafn Haraldsson, knattspyrnumaður úr Val, vonast til að vera farinn að æfa og geta mögulega spilað fyrsta leik liðsins í Bestu deildinni í vor þrátt fyrir að hafa ristarbrotnað á dögunum.

Tryggvi var í liði Vals sem tapaði 1-0 fyrir Fjölni síðastliðinn fimmtudag á Reykjavíkurmótinu. Samkvæmt frétt Fótbolta.net fór hann í myndatöku eftir þann leik þar sem kom í ljós að hann væri ristarbrotinn.

Tryggvi segir í samtali við Fótbolta.net að um álagsbrot sé að ræða en hann var frá keppni í einn og hálfan mánuð síðasta haust vegna meiðsla í rist.

„Það er langtímamarkmið hjá mér að vera klár í fyrsta leik í mótinu, allavega vera farinn að æfa þá,“ segir Tryggvi en Íslandsmótið hefst nú fyrr en nokkru sinni eða 10. apríl, þegar Valur tekur á móti ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×