Hefði Bruno getað skorað markið umdeilda án Rashford? Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2023 07:30 Marcus Rashford setur hendurnar upp í loft til merkis um að hann hafi ekki snert boltann áður en Bruno Fernandes skoraði. Vísir/Getty Jöfnunarmark Bruno Fernandes fyrir Manchester United í leiknum gegn Manchester City á laugardaginn var mjög umdeilt. Á Twitter er nú hægt að sjá hvernig atburðarásin hefði litið út án Marcus Rashford. Manchester United vann risasigur á nágrönnum sínum í Manchester City á laugardaginn. Bruno Fernandes skoraði jöfnunarmark United í leiknum en markið var og er mjög umdeilt. Marcus Rashford var augljóslega rangstæður en dómarinn Stuart Atwell mat sem svo að hann hefði ekki haft áhrif á leikinn áður en Fernandes skoraði. „Rashford truflaði bæði markmanninn okkar og miðverðina og ég spurði dómarana afhverju Haaland fékk ekki víti en engin svör,“ sagði Pep Guardiola í viðtali eftir leikinn. Remove rashford out. Play is 100% changed: A) Akanji would get to the ball B) Edersons entire positioning is wrong based on an offside playerRefs got it majorly wrong and either cost us the full 3 points or at least 1 point. No one should be trying to justify this. pic.twitter.com/4j129zEWUs— BlueCityBrain (@BlueCityBrain) January 14, 2023 Á Twitter hefur notandinn BlueCityBrain birt áhugaverðar myndir sem sýnir atburðarásina fyrir mark Fernandes þegar búið er að klippa Marcus Rashford út. Á myndunum sést greinilega að varnarmaður City, Manuel Akanji, er mun nær boltanum heldur en Fernandes og líklegt að hann hefði auðveldlega náð til hans hefði Rashford ekki verið fyrir. Þá er einnig bent á að staða markvarðarins Edersen sé kolröng þar sem hann var á leið út úr markinu til að mæta Rashford. Á Twitter-síðu Sportbible er hægt að bera saman myndir án og með Rashford. Someone has edited Bruno Fernandes' goal with Marcus Rashford removed and it changes everything. pic.twitter.com/saBSINvkRa— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 Sitt sýnist þó hverjum um myndirnar en boltinn er að rúlla í átt til Fernandes þegar þær eru teknar. Flestir eru þó á því að Akanji hefði náð boltanum fyrst og markið því aldrei orðið. Akanji var sjálfur mjög óhress þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er fyrsta markið brandari. Ég sá Rashford, hann var augljóslega rangstæður þannig að ég spilaði hann rangstæðan.“ „Hann hleypur alveg þar til á síðustu sekúndu og stoppar þegar boltinn er fyrir framan hann og hann er beint fyrir framan Ederseon, tilbúinn að skora þegar Bruno Fernandes kallar á hann. Ég skil að hann snerti ekki boltann en hann spratt 30 metra, alveg þar til á síðustu stundu. Fyrir mér er þetta klárlega rangstaða.“ Akanji segir að dómarinn hafi ekki skoðað atvikið í VAR og bætir við að fyrir tímabilið hafi verið útskýrt að atvik sem þetta yrði dæmt sem rangstaða. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, viðurkenndi að hann hefði ekki verið ánægður ef hann hefði verið hinu megin við borðið. „Ég hefði ekki verið ánægður ef mitt lið hefði fengið á sig svona mark. Ég get séð vonbrigðin hinu megin en ég get líka séð að dómarinn stóð sig vel.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira
Manchester United vann risasigur á nágrönnum sínum í Manchester City á laugardaginn. Bruno Fernandes skoraði jöfnunarmark United í leiknum en markið var og er mjög umdeilt. Marcus Rashford var augljóslega rangstæður en dómarinn Stuart Atwell mat sem svo að hann hefði ekki haft áhrif á leikinn áður en Fernandes skoraði. „Rashford truflaði bæði markmanninn okkar og miðverðina og ég spurði dómarana afhverju Haaland fékk ekki víti en engin svör,“ sagði Pep Guardiola í viðtali eftir leikinn. Remove rashford out. Play is 100% changed: A) Akanji would get to the ball B) Edersons entire positioning is wrong based on an offside playerRefs got it majorly wrong and either cost us the full 3 points or at least 1 point. No one should be trying to justify this. pic.twitter.com/4j129zEWUs— BlueCityBrain (@BlueCityBrain) January 14, 2023 Á Twitter hefur notandinn BlueCityBrain birt áhugaverðar myndir sem sýnir atburðarásina fyrir mark Fernandes þegar búið er að klippa Marcus Rashford út. Á myndunum sést greinilega að varnarmaður City, Manuel Akanji, er mun nær boltanum heldur en Fernandes og líklegt að hann hefði auðveldlega náð til hans hefði Rashford ekki verið fyrir. Þá er einnig bent á að staða markvarðarins Edersen sé kolröng þar sem hann var á leið út úr markinu til að mæta Rashford. Á Twitter-síðu Sportbible er hægt að bera saman myndir án og með Rashford. Someone has edited Bruno Fernandes' goal with Marcus Rashford removed and it changes everything. pic.twitter.com/saBSINvkRa— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 Sitt sýnist þó hverjum um myndirnar en boltinn er að rúlla í átt til Fernandes þegar þær eru teknar. Flestir eru þó á því að Akanji hefði náð boltanum fyrst og markið því aldrei orðið. Akanji var sjálfur mjög óhress þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er fyrsta markið brandari. Ég sá Rashford, hann var augljóslega rangstæður þannig að ég spilaði hann rangstæðan.“ „Hann hleypur alveg þar til á síðustu sekúndu og stoppar þegar boltinn er fyrir framan hann og hann er beint fyrir framan Ederseon, tilbúinn að skora þegar Bruno Fernandes kallar á hann. Ég skil að hann snerti ekki boltann en hann spratt 30 metra, alveg þar til á síðustu stundu. Fyrir mér er þetta klárlega rangstaða.“ Akanji segir að dómarinn hafi ekki skoðað atvikið í VAR og bætir við að fyrir tímabilið hafi verið útskýrt að atvik sem þetta yrði dæmt sem rangstaða. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, viðurkenndi að hann hefði ekki verið ánægður ef hann hefði verið hinu megin við borðið. „Ég hefði ekki verið ánægður ef mitt lið hefði fengið á sig svona mark. Ég get séð vonbrigðin hinu megin en ég get líka séð að dómarinn stóð sig vel.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira
Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28