Erlent

Mann­skæðasta slys í þrjá ára­tugi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Enginn hefur fundist á lífi.
Enginn hefur fundist á lífi. Getty/Stringer

Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992.

Flugvélin brotlenti skammt frá flugvelli í bænum Pokhara. Vélin var á leið frá höfuðborginni Kathmandu. Myndbönd sem hafa verið í dreifingu sýna vélina fljúga í lítilli hæð yfir íbúðabyggð áður en snúningur kemur á hana og hún hrapar til jarðar. Tildrög slyssins eru ekki ljós.

Björgunaraðgerðir hafa reynst erfiðar vegna staðsetningar braksins. Vélin lenti í þrjú hundruð metra löngu gili og braust mikill eldur út þegar vélin brotlenti. Tekist hefur að koma líki 31 á sjúkrahús en 36 bíða enn flutnings úr gilinu.

Hundruð hafa tekið þátt í aðgerðunum í dag. Eins og fyrr segir er slysið er það versta í sögu landsins í þrjá áratugi. Mannskæðasta flugslys í sögu Nepal varð árið 1992 þegar 167 létust þegar flugvél brotlenti í aðflugi að flugvellinum í Kathmandu. Guardian greinir frá.

Aðgerðir hafa reynst mjög erfiðar vegna aðstæðna.Getty/Chetri

Tengdar fréttir

Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys

Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×