Veður

Allt að tuttugu stiga frost

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Búist er við hita á bilinu 5 til 20 stig.
Búist er við hita á bilinu 5 til 20 stig. vísir/vilhelm

Í dag er búist við þurru og björtu veðri með frosti á bilinu 5 til 20 stig.

Gert er ráð fyrir norðaustanátt, 5-13 m/s. Lítilsháttar él á Norðaustur- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Víða léttskýjað á morgun, en allhvöss norðanátt og stöku él við austurströndina. Talsvert frost.

Á mánudag er útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með éljagangi fyrir norðan og austan. Dregur aðeins úr frosti.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Norðlæg átt 3-10, en 10-15 austast á landinu. Skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi og líkur á stöku éljum, annars léttskýjað. Talsvert frost.



Á mánudag og þriðjudag:


Norðan og norðaustan 8-15 m/s og él, en þurrt og bjart sunnan- og suðvestanlands. Frost 3 til 13 stig.

Á miðvikudag:

Suðlæg eða breytileg átt og fer að snjóa, en að mestu þurrt austanlands. Áfram kalt í veðri.



Á fimmtudag:


Norðaustlæg átt og él á víð og dreif. Frost 0 til 10 stig.



Á föstudag:


Útlit fyrir suðaustanátt með snjókomu víða um land, en síðar slyddu eða rigningu sunnantil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×