Íslenski boltinn

„Kom skýrt fram arfinum ætti að veita jafn til karla og kvenna“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik endaði í 3. sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð.
Breiðablik endaði í 3. sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét

Guðmundur Eggert Óskarsson, húsvörður og bílstjóri arfleiddi knattspyrnudeild Breiðabliks að 200 milljónum króna. Guðmundur Eggert féll frá í febrúar á síðasta ári. Forráðamenn félagsins setti hljóða þegar þeir fengu tíðindin.

„Menn þurftu að setjast niður, þetta kom okkur afar mikið á óvart og sýnir náttúrulega ótrúlegan hlýhug hans Guðmundar heitins við okkar félag. Hann var einn af stofnendum Breiðabliks, í stjórn lengi, gjaldkeri árum saman - í 20 ár – bæði knattspyrnudeildar og sat svo í stjórn félagsins,“ sagði Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, um málið.

„Hann nefndi það nú stundum að þau ár sem hann var gjaldkerfi knattspyrnudeildar þá var hún alltaf rekin fyrir ofan núllið. Það eru ýmsar knattspyrnudeildir á Íslandi sem mættu taka sér það til fyrirmyndar,“ bætti Flosi við.

„Það er ekki hægt að vera meiri Kópavogsbúi en Guðmundur, hann var fæddur á gamla Kópavogsbænum. Vann hér alla ævi, vann hjá bænum, húsvörður, bílstjóri, hitt og þetta. Vildi að strákar og stelpur í Breiðablik nyti þeirra fjármuna sem hann hafði safnað saman um ævina.“

Klippa: Arfleiddi Breiðablik tuttugu milljónir

„Það kom skýrt fram arfinum ætti að veita jafn til karla og kvenna. Þetta er maður sem er fæddur 1935 og bar hag bæði karla- og kvennaknattspyrnu fyrir brjósti. Vildi að við sinntum því jafnt. Þetta setur miklar skyldur á okkur sem núna förum fyrir félaginu, það er að verja þessu fé við óskir Guðmundar þannig að það nýtist okkur öllum. Ætlum ekki að eyða því laun eða leikmannakaup, bara svo það sé sagt, heldur allt annað,“ sagði Flosi að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×