Ósáttur Klopp segir Brentford „beygja reglurnar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. janúar 2023 21:31 Klopp var ekki sáttur að leik loknum. Ryan Pierse/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var verulega ósáttur með 3-1 tap sinna manna gegn Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Þó myndbandsdómari leiksins hafi tvívegis tekið mark af Brentford í kvöld sá Klopp sig samt sem áður tilneyddan til að gagnrýna dómgæsluna og leikstíl Brentford að leik loknum. Liverpool var 2-0 undir í hálfleik þó svo að Brentford hefði komið boltanum í netið fjórum sinnum. Tvívegis greip varsjáin inn í. Í síðari hálfleik skoraði Liverpool tvö mörk en annað var dæmt af. Brentford skoraði svo, vann 3-1 sigur og Klopp mætti pirraður í viðtal. „Þetta var villtur leikur, alveg eins og Brentford vill. Ég er ekki viss um að það sé hægt að stýra leik gegn þeim frá upphafi til enda. Þeir beygja reglurnar á ákveðnum augnablikum,“ sagði Klopp í viðtali eftir leik. „Auðvitað er ég óánægður en eins og ég sagði, þeir beygja reglurnar. Þeir virkilega ýta, þeir virkilega toga. Dómararnir … það er augljóslega það sem má,“ sagði Klopp jafnframt en hann var sérstaklega ósáttur með þriðja mark Brentford þegar Bryan Mbeumo hafði betur gegn Ibrahima Konaté í öxl í öxl einvígi. Föst leikatriði fóru illa með Liverpool í dag. „Þeir spila á brúninni í föstum leikatriðum. Við gerðum okkar besta til að berjast á móti en þeir vildu þetta meira en við í dag.“ Liverpool er eftir tap kvöldsins í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 28 stig að loknum 17 umferðum, fjórum stigum á eftir Manchester United sem á leik til góða í 4. sæti. Brentford er í 7. sæti með 26 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira
Liverpool var 2-0 undir í hálfleik þó svo að Brentford hefði komið boltanum í netið fjórum sinnum. Tvívegis greip varsjáin inn í. Í síðari hálfleik skoraði Liverpool tvö mörk en annað var dæmt af. Brentford skoraði svo, vann 3-1 sigur og Klopp mætti pirraður í viðtal. „Þetta var villtur leikur, alveg eins og Brentford vill. Ég er ekki viss um að það sé hægt að stýra leik gegn þeim frá upphafi til enda. Þeir beygja reglurnar á ákveðnum augnablikum,“ sagði Klopp í viðtali eftir leik. „Auðvitað er ég óánægður en eins og ég sagði, þeir beygja reglurnar. Þeir virkilega ýta, þeir virkilega toga. Dómararnir … það er augljóslega það sem má,“ sagði Klopp jafnframt en hann var sérstaklega ósáttur með þriðja mark Brentford þegar Bryan Mbeumo hafði betur gegn Ibrahima Konaté í öxl í öxl einvígi. Föst leikatriði fóru illa með Liverpool í dag. „Þeir spila á brúninni í föstum leikatriðum. Við gerðum okkar besta til að berjast á móti en þeir vildu þetta meira en við í dag.“ Liverpool er eftir tap kvöldsins í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 28 stig að loknum 17 umferðum, fjórum stigum á eftir Manchester United sem á leik til góða í 4. sæti. Brentford er í 7. sæti með 26 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira