Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 16:03 Barry Croft yngri (t.v.) og Adam Fox (t.h.) voru leiðtogar hópsins sem ætlaði að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, árið 2020. AP/samsett Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. Öfgamennirnir voru sakaðir um að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, úr sumarhúsi sínu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Þeim grömdust sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórans við upphaf kórónuveirufaraldursins og töldu auk þess að rétti þeirra til byssueignar væri ógnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Barry Croft yngri, 47 ára gömlum vöruflutningabílstjóra frá Delaware, var lýst sem hugmyndafræðingi og andlegum leiðtoga hópsins. Saksóknarar kröfðust lífstíðardóms yfir honum en Croft var sakfelldur fyrir samsærið í ágúst. Hann hlaut á endanum ríflega nítján ára fangelsisdóm fyrir umdæmisdómstóli í Michigan í gær. Verjandi hans segist ætla að áfrýja. Croft tilheyrði vopnaði öfgahægrisveit sem nefnir sig Þrjú prósentin og er andsnúin stjórnvöldum. Degi áður var Adam Fox, samverkamaður Croft, dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir þátt sinn í samsærinu og vörslu á óskráðri sprengju. Átti að verða kveikjan að skálmöld í Bandaríkjunum Hópurinn komst aldrei svo langt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Alríkislögreglan FBI laumaði útsendurum sínum inn í hópinn og handtók fjórtán manns. Mannráninu var sagt ætlað að vera upphafið að „skálmöld“ í Bandaríkjunum. Hópurinn ætlaði að ræna Whitmer vopnaður byssum, láta hana svara til saka við gerviréttarhöld og taka hana af lífi. Croft sá fyrir sér óeirðir og ofbeldi um allt landið og að kveikt yrði í opinberum embættismönnum þar sem þeir svæfu. Hann, Fox og fleiri ferðuðust að sumardvalarstað Whitmer til að kynna sér aðstæður. Þrír aðrir félagar í hópnum hafa hlotið þunga fangelsisdóma og fimm bíða enn réttarhalda. Tveir játuðu sig seka og báru vitni gegn Croft og Fox. Þeir hlutu vægari dómara. Whitmer kenndi Donald Trump, þáverandi forseta, um ráðabruggið að hluta þar sem hann hefði alið á ótta og sundrung. Trump hvatti meðal annars stuðningsmenn sína til þess að „frelsa“ Michigan á meðan sóttvarnaaðgerðir voru í gildi þar. Hann lýsti mannránssamsærinu sem „falsi“ fyrr á þessu ári. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Öfgamennirnir voru sakaðir um að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, úr sumarhúsi sínu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Þeim grömdust sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórans við upphaf kórónuveirufaraldursins og töldu auk þess að rétti þeirra til byssueignar væri ógnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Barry Croft yngri, 47 ára gömlum vöruflutningabílstjóra frá Delaware, var lýst sem hugmyndafræðingi og andlegum leiðtoga hópsins. Saksóknarar kröfðust lífstíðardóms yfir honum en Croft var sakfelldur fyrir samsærið í ágúst. Hann hlaut á endanum ríflega nítján ára fangelsisdóm fyrir umdæmisdómstóli í Michigan í gær. Verjandi hans segist ætla að áfrýja. Croft tilheyrði vopnaði öfgahægrisveit sem nefnir sig Þrjú prósentin og er andsnúin stjórnvöldum. Degi áður var Adam Fox, samverkamaður Croft, dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir þátt sinn í samsærinu og vörslu á óskráðri sprengju. Átti að verða kveikjan að skálmöld í Bandaríkjunum Hópurinn komst aldrei svo langt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Alríkislögreglan FBI laumaði útsendurum sínum inn í hópinn og handtók fjórtán manns. Mannráninu var sagt ætlað að vera upphafið að „skálmöld“ í Bandaríkjunum. Hópurinn ætlaði að ræna Whitmer vopnaður byssum, láta hana svara til saka við gerviréttarhöld og taka hana af lífi. Croft sá fyrir sér óeirðir og ofbeldi um allt landið og að kveikt yrði í opinberum embættismönnum þar sem þeir svæfu. Hann, Fox og fleiri ferðuðust að sumardvalarstað Whitmer til að kynna sér aðstæður. Þrír aðrir félagar í hópnum hafa hlotið þunga fangelsisdóma og fimm bíða enn réttarhalda. Tveir játuðu sig seka og báru vitni gegn Croft og Fox. Þeir hlutu vægari dómara. Whitmer kenndi Donald Trump, þáverandi forseta, um ráðabruggið að hluta þar sem hann hefði alið á ótta og sundrung. Trump hvatti meðal annars stuðningsmenn sína til þess að „frelsa“ Michigan á meðan sóttvarnaaðgerðir voru í gildi þar. Hann lýsti mannránssamsærinu sem „falsi“ fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02