Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 19:49 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. AP/Embætti ríkisstjóra Michigan Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Rétt rúmur mánuður er síðan hópur hægri sinnaða öfgamanna var handtekinn í ríkinu fyrir að ætla að ræna Whitmer og myrða hana. Ráðgjafinn, Scott Atlas, sagðist þó ekki vera að hvetja til ofbeldis. Hann birti fyrsta ákall sitt í gær. Það sneri að hertum sóttvarnaaðgerðum í Michigan þar sem smituðum hefur farið hratt fjölgandi að undanförnu. „Eina leiðin til að stoppa þetta er að fólk rísi upp gegn þessu. Þú færð það sem þú samþykkir,“ skrifaði Atlast og bætti við myllumerkjunum #FrelsiðSkiptirMáli og #StígðuUpp. The only way this stops is if people rise up. You get what you accept. #FreedomMatters #StepUp https://t.co/8QKBszgKTM— Scott W. Atlas (@ScottWAtlas) November 15, 2020 Seinna meir bætti Atlas svo við að hann hefði ekki verið að hvetja til ofbeldis. Það myndi hann aldrei gera. Þess í stað væri hann að vísa til atkvæðaréttar og friðsamra mótmæla. Atlas, sem er læknir og taugasérfræðingur, hefur enga reynslu af sóttvörnum og vann sér inn traust Trumps með því að kalla eftir því að sóttvarnaraðgerðir verði felldar niður og með því að tala niður hættuna af Covid-19. Hinar hertu sóttvarnaaðgerðir sem Atlas var að mótmæla snúa meðal annars að því að loka veitingahúsum og krám, spilavítum, líkamsræktarstöðvum, kvikmyndahúsum og annars konar innanhússtarfsemi næstu þrjár vikurnar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Whitmer það hafa verið sláandi að sjá ummæli Atlas. Hún sagðist meðvituð um að starfsmenn Hvíta hússins notuðu hana ítrekað í pólitískum tilgangi en hún myndi þó ekki láta þvinga sig til að hætta að fara eftir tilmælum sérfræðinga. Hún hlustaði á fólk sem hefði virkilega kynnt sér sóttvarnir og væri virt í þeim heimi. Ekki aðila sem færu eingöngu eftir skipunum forsetans. Sjá einnig: Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Trump hefur iðulega gagnrýnt Whitmer harðlega vegna þeirra sóttvarna sem hún hefur gripið til í Michigan og kallað eftir því að ríkið verði „frelsað“. Whitmer hefur kennt ummælum Trump um að öfgamenn hafi gert hana að skotmarki. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Rétt rúmur mánuður er síðan hópur hægri sinnaða öfgamanna var handtekinn í ríkinu fyrir að ætla að ræna Whitmer og myrða hana. Ráðgjafinn, Scott Atlas, sagðist þó ekki vera að hvetja til ofbeldis. Hann birti fyrsta ákall sitt í gær. Það sneri að hertum sóttvarnaaðgerðum í Michigan þar sem smituðum hefur farið hratt fjölgandi að undanförnu. „Eina leiðin til að stoppa þetta er að fólk rísi upp gegn þessu. Þú færð það sem þú samþykkir,“ skrifaði Atlast og bætti við myllumerkjunum #FrelsiðSkiptirMáli og #StígðuUpp. The only way this stops is if people rise up. You get what you accept. #FreedomMatters #StepUp https://t.co/8QKBszgKTM— Scott W. Atlas (@ScottWAtlas) November 15, 2020 Seinna meir bætti Atlas svo við að hann hefði ekki verið að hvetja til ofbeldis. Það myndi hann aldrei gera. Þess í stað væri hann að vísa til atkvæðaréttar og friðsamra mótmæla. Atlas, sem er læknir og taugasérfræðingur, hefur enga reynslu af sóttvörnum og vann sér inn traust Trumps með því að kalla eftir því að sóttvarnaraðgerðir verði felldar niður og með því að tala niður hættuna af Covid-19. Hinar hertu sóttvarnaaðgerðir sem Atlas var að mótmæla snúa meðal annars að því að loka veitingahúsum og krám, spilavítum, líkamsræktarstöðvum, kvikmyndahúsum og annars konar innanhússtarfsemi næstu þrjár vikurnar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Whitmer það hafa verið sláandi að sjá ummæli Atlas. Hún sagðist meðvituð um að starfsmenn Hvíta hússins notuðu hana ítrekað í pólitískum tilgangi en hún myndi þó ekki láta þvinga sig til að hætta að fara eftir tilmælum sérfræðinga. Hún hlustaði á fólk sem hefði virkilega kynnt sér sóttvarnir og væri virt í þeim heimi. Ekki aðila sem færu eingöngu eftir skipunum forsetans. Sjá einnig: Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Trump hefur iðulega gagnrýnt Whitmer harðlega vegna þeirra sóttvarna sem hún hefur gripið til í Michigan og kallað eftir því að ríkið verði „frelsað“. Whitmer hefur kennt ummælum Trump um að öfgamenn hafi gert hana að skotmarki.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
„Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14