Erlent

Gefa grænt ljós á kyn­lífs­dúkkur

Árni Sæberg skrifar
Kynlífsdúkkumálið endaði á borði þings Suður-Kóreu. Þingmaðurinn Lee Yong-ju mætti með kynlífsdúkku í þingsal máli sínu til stuðnings.
Kynlífsdúkkumálið endaði á borði þings Suður-Kóreu. Þingmaðurinn Lee Yong-ju mætti með kynlífsdúkku í þingsal máli sínu til stuðnings. Lee Jong-chul/AP

Suður-Kóreumenn mega nú flytja inn kynlífsdúkkur í fullri stærð eftir að tollyfirvöld ákváðu að banna þær ekki lengur á grundvelli almenns siðferðis. 

Tollyfirvöld í Suður-Kóreu hafa um árabil ekki leyft innflutning kynlífsdúkka með vísan til laga sem heimila bann við innflutningi vara sem ganga í berhögg við hefðir landsins eða almennt siðferði.

Í frétt Deutsche Welle um málið segir að Kóreumönnum hafi verið leyft að hefja innflutning kynlífsdúkka sem sýni aðeins ákveðna hluta líkamans í júlí síðastliðnum.

„Tollafgreiðsla kynlífsdúkka í fullri stærð og fullorðinsformi er nú heimil,“ segir í tilkynningu tollyfirvalda.

Kynlífsdúkkur sem líta út eins og börn eru áfram bannaðar, líkt og víða annars staðar í heiminum. Í tilkynningunni segir að við mat á því hvort kynlífsdúkkur líti út eins og börn verði litið til þátta á borð við heildarútlit, þyngd, hæð og rödd.

Innflytjendur hrósa sigri

Ákvörðun tollyfirvalda kemur í kjölfar málaferla sem hófust með kæru innflytjenda kynlífstækja. Hæstiréttur Suður-Kóreu dæmdi fyrir fjórum árum að kynlífsdúkkur brytu ekki gegn siðferðisvitund almennings. Innflytjendur vísuðu til þess að kynlífsdúkkur væru aðeins notaðar innan heimila og kæmu almenningi því ekkert við.

„Þetta er skynsamleg ákvörðun, þrátt fyrir að hún sé tekin fullseint,“ er haft eftir Lee Sang-jin, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækis sem flytur inn hjálpartæki ástarlífsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×